Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Vertu bergmál betri stunda | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vertu bergmál betri stunda

Fyrsta ljóðlína:Vertu bergmál betri stunda
Höfundur:Páll Ólafsson
bls.117
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt aaBBcc
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Nú skiljum við, mitt kvæðakver,
en kvíddu ekki fyrir þér,
þú hvílir senn við brjóstið bjarta
og berjast finnur meyjarhjarta.
Væri eg þess eilíf eign sem þú
þá engu skyldi eg kvíða nú.
2.
Með orðum veit ég aldrei næst
og ekkert það á jörðu fæst
er lýsi bestu lífsins stundum,
er lýsi okkar sælufundum,
er lýsi því hvað ólíft er
ef ástin hennar brygðist mér.
3.
En þá ég sef og vakna ei við
hinn vonarblíða fuglaklið
þá vertu bergmál betri stunda
og bjóddu heim til sælufunda.
Á himnum fyrir handan gröf
þá hennar verð ég sumargjöf.