Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Eggert Jónsson frá Mælifelli | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eggert Jónsson frá Mælifelli

Fyrsta ljóðlína:Haustkalda hrönn
bls.239–240
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1879

Skýringar

Prentað í Norðlingi 4. árg, 52 tbl. 11. okt. 1879 í minningu Eggerts.
1.
Haustkalda hrönn
hamast við strandirnar hvít eins og fönn
grenjandi heldimmum hljómi.
að hrímuðu blómi.
2.
Fljótt upp á, frón
flytur hún Eggerts nú lífdaga tjón
framan af vindæstum vogi
í veðranna sogi.
3.
Móðurjörð má,
mann þennan harma er fýstist að ljá
henni mjög þjónustu þarfa,
og þjóðhollur starfa.
4.
Heimsbarna hól,
hann sníkti ekkert um veraldarból,
dulur með dagfari þjálu,
og djúpvitra sálu.
5.
Vandaði vel,
verk bæði’ og orðin, með dularfullt þel,
frábitinn gjálífsins glaumi
og girndanna draumi.
6.
Hagasta hönd
hugmynda djúpustu þjónaði önd.
Allt var með efldustu krafta
af alföður skapta.
7.
Alt eins og hans
ætthringur fagur um byggðir vors lands
þekktur að þrekinu rama
og þjóðkunnum frama.
8.
Alsæl hans önd,
upp er nú svifin á friðarins Iönd,
hátt ofar hafróti nauða
heimi og dauða.
9.
Hugsjúk og hrelld
harma, sem ævidags nálægjast kveld
faðir og móðirin mæra
mög sinn ástkæra.
10.
Systkinin sinn
sárt harma bróður með tárvota kinn,
unnustan harmar af hjarta,
heitmeyjan bjarta.
11.
Saknaðar sár
sjálfur Guð læknar og þerrar öll tár.
Seinna hann samfundum meður
sálirnar gleður.