Ólund | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ólund

Fyrsta ljóðlína:Er eg himins horfi á
Höfundur:Jón Thoroddsen
bls.104
Bragarháttur:Tvöföld ferskeytla
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Er eg himins horfi á
heiðan stjörnuboga,
og næturblysin blíð og smá,
er brenna í gullnum loga.
Þá í huga hverfur mér:
hvort mun faðir láða
þenna skapað hafa hér
heim fyrir illa snáða?
2.
Eiga Kains arfar þá
upp í stjörnur halda,
jörð er steypist eldinn á,
ei má glæpum valda;
eður sá sem allt var létt,
aðrar heimskuminni
hefir verur hagur sett
í himins fögru inni.
3.
Stjörnur byggja ef að er
ætlað jarðar lýði,
og ef sæti ýta fer
eftir rausn og prýði:
einhvers staðar undan sól
á eiði sjaldan förnu
Íslendingar eiga ból
yst í Hundastjörnu.