Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ég vildi feginn verða að ljósum degi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ég vildi feginn verða að ljósum degi

Fyrsta ljóðlína:Ég vildi feginn verða að ljósum degi
Höfundur:Páll Ólafsson
bls.285
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) AbAbCC
Viðm.ártal:≈ 1875
Ég vildi feginn verða’ að ljósum degi,
en vera stundum myrk og þögul nótt.
Þá væri’ eg leiðarljós á þínum vegi,
þig lyki’ eg faðmi þá þú svæfir rótt.
Svo undur dauðtrúr ég þér skyldi reynast
og o´ní gröf ég með þér færi seinast.

Og þá menn læstu líkkistunni aftur,
ég læddist eins og skuggi í faðminn þinn,
(því mannlegur ei meinað getur kraftur
að myrkrið komi í grafarhúmið inn),
ég vefðist um þig, væri í faðmi þínum,
uns vekti’ eg þig með ljósgeislunum mínum.