Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Burtfararhugsun | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Burtfararhugsun

Fyrsta ljóðlína:Æsku minnar unaðsdal
bls.101–102
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt aBaBCC
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1870

Skýringar

Athugasemdir höfundar:
Ásmundur Benidiktsson flutti bú sitt 1870 frá Stóruvöllum i Bárðardal að Haga í Eystrihrepp, og fór Sprengisandsveg. Jón bróðir hans bjó eftir á Stóruvöllum. Þá er Ásmundur kom suður bað hann mig um kvæði þetta. „Efnið á að vera,“ sagði hann, „eins og þú ímyndar þér hugsun mína þá, er ég renndi síðast augum yfir dalinn; ef þú ert skáld ferðu nærri um hana“. Þá er hann sá kvæðið, þótti honum nærri farið.
1.
Æsku minnar unaðsdal
ei má nokkuð fegra líta:
Byrgir hlíðar bjarka-val,
birtir sólin fljótið hvíta,
sem í straumi líður léttum
langs með blóma-völlum sléttum.
2.
Ég í kærum dvaldi dal
daga mína hér til alla;
nú ég við hann skilja skal; —
skil ég sjálfur í því valla:
Sjálfviljugur sný ég héðan; —
sárnauðugur þó ég kveð hann.
3.
Yfir syrgðan æskudal
augunum til baka renna
einusinni enn ég skal.
Eitthvað sárt ég þykist kenna, —
þar að kem ég engum orðum, —
aldrei brá mér þannig forðum.
4.
Sá, er til bjó sæludal
sá, er skapti fjöll og grundir,
veit míns höfuðs háratal,
hans umráðum stend ég undir;
hann mér veitir hugarþorið:
héðan stíga þungá sporið.
5.
Fegurstum á Fróni dal
forsjá Drottins yfir vaki!
bróður-land og bróður-sal
bestur faðir að sér taki! ,
hann, er sakna’ eg mest af mönnum,
mildur krýni heillum sönnum!
6.
Blessi Drottinn Bárðardal,
bjargföst meðan löndin standa!
Launi Drottinn hrund og hal
hjálpsemi og kærleiksanda!
Vel sér Drottinn um oss alla;
aldrei látum hugi falla!