Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Réttarvatn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Réttarvatn

Fyrsta ljóðlína:Efst á Arnarvatnshæðum
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður+) OaOa
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1847
Flokkur:Náttúruljóð

Skýringar

Eiginhandarrit sem er fyrirsagnarlaust er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II). Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. Þar er komin fyrirsögnin, „Réttarvatn“.
Efst á Arnarvatnshæðum
oft hef ég klári beitt;
þar er allt þakið í vötnum,
þar heitir Réttarvatn eitt.
 
Og undir Norðurásnum
er ofurlítil tó,
og lækur líður þar niður
um lágan Hvannamó.
 
Á öngum stað eg uni
eins vel og þessum mér;
ískaldur Eiríksjökull
veit allt sem talað er hér.