Dökk | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Dökk

Fyrsta ljóðlína:Tinnudökka hárið hrökkur
Höfundur:Hannes Hafstein
bls.101
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) OOOOABAB
Viðm.ártal:≈ 1900
Tinnudökka hárið hrökkur
herðar við í mjúkum liðum.
Kolsvört brenna bjart við enni
brúnaljós hjá vangarósum.
Tíðum hjartans undiralda hefur
upp og niður barminn ríka, mjúka,
eins og þegar brim í sævi sefur,
svæft um stund, en búið til að rjúka.

Þar sem hittast mjöðm og mitti
mjúkum bárum silkið gárast.
Laðast faldur líkt og alda
ljúft að fótum ungrar snótar.
er það furða þó að líka líði
ljúfar öldur mér um barm og hjarta?
Er það kyn þótt öldum þeim ég hlýði,
er þær stefna’ í brúnahafið svarta?