Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ísland | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ísland

Fyrsta ljóðlína:Sjá hve fagurt Ísland er
bls.86
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt aBaBCC
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1853

Skýringar

Athugasemd höfundar:
„Kveðið 1853; þá var ég 15 ára og vildi „vera með“. – Upphaflega var kvæðið talsvert lengra en hér.“
1.
Sjá hve fagurt Ísland er,
er það vorsins morgun prýðir!
Lít ég brosa langt frá mér
lifrauð-bláar fjallahlíðir,
hamrabrúnum háum meður. —
Hreint og frjálst er loft og veður.
2.
Hér er nær mér hlíð og laut
hlaðin ótal blóma-grúa,
er, með sætan ilm og skraut,
yndi’ og nytsemd mönnum búa. —
Fossar brjótast fram af hæðum,
frelsis aldrei þagna’ á kvæðum.
3.
Betur hlýða þætti því:
þjóðin hraust á fögru landi
væri sjálfráð, frjáls og frí
fyrir þjóð ó-viðkomandi,
eins og vorir feður forðum
frjálsir bjuggu hér á storðum.
4.
Frelsi þeirra er nú af!
Ósamþykki fólks í landi
tilefni því til þess gaf,
tjóðraði mig þrældóms-bandi,
þá sem lifðu láðbyggjendur,
líka þeirra afkomendur.
5.
Forðumst bræður! fjanda þann
frelsinu sem landið svipti;
þjóðin einn og eindrægan
anda hafi’ og sér ei skipti;
allir stundi einum huga
ættjörð sinni best að duga.
6.
Förum til með félagsdáð
fram vors ættlands hlut að draga,
mun þá skína’ á móðurláð
morgunljómi sælli haga.
Hann sem öllum heimi ræður
hjálpi’ oss þar til, góðir bræður!