SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. Innskráning ritstjóra |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
Kveðja Íslendinga til séra Þorgeirs GuðmundssonarFyrsta ljóðlína:Nú er vetur úr bæ
Höfundur:Jónas Hallgrímsson
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1839
Flokkur:Afmæliskvæði
Skýringar
Kvæðið var flutt í samsæti sem haldið var Þorgeiri Guðmundssyni (1794–1871), vini Jónasar og þeirra Fjölnismanna, 26. apríl 1839. Þorgeir var þá nýorðinn prestur í Gloslunde og Græshave á Láglandi sem Jónas nefnir í kvæðinu á íslenska vísu Glólund og Grashaga. (Sjá Jónas Hallgrímsson: Ritverk IV. Skýringar og skrár. Reykjavík 1989, bls. 141–142).
1. Nú er vetur úr bæ,rann í sefgrænan sæ *og þar sefur í djúpinu væra; en sumarið blítt kemur fagurt og frítt meður fjörgjafarljósinu skæra.
2. Brunar *kjöll yfir sund,flýgur fákur um grund, kemur fugl heim úr suðrinu heita. Nú er vetur úr bæ, rann í sefgrænan sæ, nú er sumrinu fögnuð að veita.
3. Verum röskir í dag,kveðum víkingalag svo menn viti vér ætlum að berjast; herjum flöskurnar á og það fari sem má og þeir falli sem ná ei að verjast.
4. Verum glaðir í dager í vinar vors hag hefir veröldin maklega gengið. Senn er Glólundur grænn, senn er Grashagi vænn, þar mun gaman að reika’ yfir engið.
5. Þó vér skiljum um stund,þá mun fagnaðarfund okkur fljótt bera aftur að höndum; því að hjólið fer ótt, því að fleyið er fljótt er oss flytur að Glólundar ströndum.
6. Þegar lauf skrýðir björk,þegar ljósgul um mörk rennur lifandi kornstanga móða, þá mun farið af stað, þá mun þeyst heim í hlað til hans Þorgeirs í lundinum góða.
7. Þá mun sjón verða’ að sjáhvurnig hirðinum hjá þar í haganum sauða þrífst fjöldinn; þá mun riðið í lund til að stytta sér stund, þá mun staupunum glamrað á kvöldin.
8. Farðu glaður af stað,leiði gæfan í hlað þig á Glólundar hagsæla inni. Vertu, Þorgeir vor, sæll! vertu, vinur vor, sæll! þetta veri vort skilnaðarminni.
9. Hafðu þökk fyrir allter þú varst oss ávallt! nú mun vandhæfi slíkan að finna. Veiti hamingjan þér það sem hugsum nú vér, góði hugljúfinn bræðranna þinna! Athugagreinar
Frumprentun í: Sérprent fyrir samsæti 26. apríl 1839, sem haldið var til heiðurs séra Þorgeiri Guðmundssyni. Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. Í útgáfunni sem hér er farið eftir, Jónas Hallgrímsson: Ritverk I. Ljóð og lausamál. Reykjavík 1989, er Sérprentinu fylgt nema í 1.3 þar sem í Sérprenti stendur ’og sefur þar’ en í útgáfu Brynjólfs Péturssonar og Konráðs Gíslasonar 1847 stendur ’og þar sefur’ og er því einnig fylgt hér.
*2.1 kjöll er sjaldgæf tvímynd við kjóll (skip). Þessi orðmynd kemur til dæmis einnig fyrir hjá Jóni Magnússyni í kvæðinu Skallagrímur (sjá Bláskógar I, bls. 19). |