Nei, smáfríð er hún ekki | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Nei, smáfríð er hún ekki

Fyrsta ljóðlína:Nei, smáfríð er hún ekki
Höfundur:Hannes Hafstein
bls.96–97
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1882

Skýringar

Birtist í Verðandi 1882.
Nei, smáfríð er hún ekki
og engin skýjadís,
en enga eg samt þekki
sem eg mér heldur kýs.

Þótt hún sé holdug nokkuð
er höndin ofursmá.
Hún er svo íturlokkuð
með æskulétta brá.

Við eldblik augna kátra
skín andlit glatt og ljóst.
Við hljóðfall léttra hlátra
sem hrannir lyftast brjóst.

Hún er svo frjáls og ítur,
svo æskusterk og hraust,
að hver, sem hana lítur,
til hennar festir traust.

Og ef ég er með henni,
ég eld í hjarta finn.
Það er sem blóðið brenni
og bálist hugur minn.