Nótt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Nótt

Fyrsta ljóðlína:Sólin er sigin til viðar
bls.34-35
Viðm.ártal:≈ 1875
Sólin er sigin til viðar
í svalan norðurstraum,
blikandi bláöldur líða,
brosa við næturheims draum.

Máninn frá loftinu lítur
á lagar og hauðurs ró –
fram starir drangurinn dimmi
á dökkvan og skyggðan sjó.

Kyrrt er á Kerlingarskerjum,
kúrir und skútanum már,
sefur í Sviðholtshólma
selurinn strykinn og grár.

Einmana í fjörunni fetar
frammi við dökkleitan sæ
mærin sem undi sér áður
á enginu í vordaga blæ.

Þar hvarf mærin hin mæra –
myrkt er í klettanna þró –
gekk hún bak við dranginn hinn dimma
eða datt hún í kolbláan sjó?

Skýldu þér ekki í skýjum,
skipt þér ei, máni, af því,
hvort stúlkan er lífs eða liðin,
læðstu geiminum í.