Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Æviraun | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Æviraun

Fyrsta ljóðlína:Ævisögu sína *
bls.353-372
Viðm.ártal:≈ 1666–1667
1.
Ævisögu sína
sögðu margir fyr,
má eg því láta mínar
minnis opnar dyr,
stutt er stefja lína,
stúrir ýmu byr
flestallt fram að tína,
frétta margur spyr.
2.
Ýtar áðr en dóu
aldur röktu sinn,
ekki af megni mjóu
meður rjóða kinn
dul á öngvan drógu
dirfskuverkin svinn,
blygð úr brjósti slógu
banaskeytin stinn.
3.
Nú er sinnu salur
sífellt kæti-rýr,
fæst því ekki falur
fræða slagur nýr,
af því Viðrix valur
varla heima býr,
minn því orða alur
ei er sagna skýr.
4.
Ungur eg með fyrsta
ekki lærði par,
féll því fátt til lista,
fram svo aldur bar,
vandist við að kvista
og veiða fisk úr mar,
Upsastrandar ysta
eg á bænum var.
5.
Hafði eg sama aðsetur,
sótti að róa og slá
tvenna tíu vetur,
telja einn þó má
,
fram svo fór ei betur,
föður og móður hjá,
stundaði eg stafrofsletur,
stopult minntur á.
6.
Fýsti mig sem fleiri
að fara og gifta sig
urnis raddar eiri,
eins gömul við mig,
lyfti góma geiri
glöð og elskulig,
hæg þó varla heyri
hljóð um raddar stig.
7.
Bar eg mig að búa,
byrgðir voru smár,
eins til áa og kúa,
einnig heldur klár,
fékkst því fátt til hjúa,
fannst ei orf né ljár,
rýrlega rökuð þúfa,
því rífur voru fjár.
8.
Skilið á skerði veiga,
skyldi verða hálf
borguð landsins leiga
lamb að ala og kálf,
kunni karl ei mega
kaupa verka þjálf,
mín var engin eiga
utan konan sjálf.
9.
Vandist eg við víðir
veiðistöðum hjá
eins og aðrir lýðir
er aflann vildu fá,
hafði eg sem hlýðir
Hlés við verka stjá,
kom svo karl um síðir
kneri átti þrjá.
10.
Þá var byrgð á borði,
bæði voru við að,
nógleg fæða og forði,
framar en hjartað kvað,
aldrei því eg þorði
þegar sá aumi bað
að neita nokkru orði
nú skal sama um það.
11.
Hvað skal stolt sig stæra?
Stundlegt hjól er valt,
víst, ef vill sig hræra,
veltur stundum halt,
fyrir skaparann skæra
skeður lánið allt.
Honum sé eilíf æra,
allra vor hann galt.
12.
Áttum við okkur bæði
eina dóttur kind,
næm að nema fræði,
nokkur þótti á hind,
bólan kom með bræði
og burt tók þorna lind,
seytján vetra sæði
sett í foldar strind.
13.
Angur eg í hljóði
oft af slíku bar,
sama sást af fljóði,
sorgin hjartað skar,
mjög að mætu jóði
missir okkar var;
mörgum af barna blóði
bera til raunirnar.
14.
Vurðum tvö að vinna
og verka húsið eitt,
frómust foldin tvinna
forsómaði ei neitt,
gott bar geð til sinna,
guðlega fékk breytt,
aumum að að hlynna
aldrei gerðist leitt.
15.
Á þegar leið minn aldur
angrið fékk að stillt
að bróður báru galdur,
berlega fóru villt,
var han ei af því valdur,
vissi eg um þann pilt,
allt um of einfaldur, —
á það við oss skylt.
16.
Var eg drengur deigur,
dofinn til hyggju steins,
hvorki vitr né veigur
að verja málið sveins,
því olli illur beigur
annars málma reins,
fyrir það var hann feigur,
eg fær var ei til neins.
17.
Sorgartreginn sezti
sveið um hyggju rann,
bolt í barma festi
burðugur sýslumann,
dæmdi dóm án fresti
dauðaverðan hann,
kynti bál með kesti,
kola svo til brann.
18.
Þing kemur eftir þetta,
þegja málin klók,
samviskan fær setta
sína opna bók,
reikning þann enn rétta
ráðarinn himna tók,
umbun allra stétta
ei vanar né jók.
19.
Bæði lífs og liðna
lausnarinn dæma kann,
latan og hinn iðna,
auðugan, fátækan,
þá mun skröfugum skriðna
að skrafa um úrskurð þann,
stórt er að stikna og sviðna,
en stærra er eilíft bann.
20.
Annars heims mun eigi
eldsins kenna á glóð,
nær á dómadegi
dæmir Kristur þjóð,
eyddur angurs tregi,
alls fagnaðar hljóð,
kallar koma megi
Kristur börn sín góð.
21.
Ó, þú allsvaldandi
engla kongur trúr,
haf mig heims frá grandi
hættu og raunum úr,
á lifandi manna landi
lofi þig menn og frúr,
syngjum samfagnandi,
sést þá ekkert stúr.
22.
Verður enn að víkja
veraldar ævi til,
þó skal ekkert ýkja
inn í kvæða spil,
kemur sorg að sýkja,
síst er á henni bil,
líkamanum mun mýkja
meir en gengi í vil.
23.
Enn af angurs örum
eymdi sinnu stað,
systir af sængurförum
sofnaði eftir það,
borið var lík á börum,
mig bar þar vífandi að,
dag þann dreng óvörum
var dýft í sorgar vað.
24.
Fróman föður missti,
forgekk hann í sjó,
móðir mædd í brysti
munaðarlaus þá bjó,
systkin sorgin gisti
særð um hyggju stó,
og aðra ættar kvisti
angrið niður sló.
25.
Þó skal hug sinn hressa
og hugga sig þar við
að öll vor eymda pressa
á lá himna smið.,
búinn er oss að blessa
og bjóða í dýrðar frið,
sungin sálumessa,
er syngur engla lið.
26.
Síðan systur þjáði
sótt á marga grein,
angra enn mig náði
öfugt hennar mein,
lækningar á láði
lyndis þyrfti hrein,
Krists af kláru ráði
kom, þó væri sein.
27.
Óskar að eg tæki
eina barnkind sín,
sig og sjálfa ræki,
svo kom hún til mín,
eymdu annars klækir
unga þorna lín,
drottinn sína sækir,
svo það angur dvín.
28.
Eitt sinn angur brýnir
upp er sinnið lýr,
systursynir mínir
sukku í hafið þrír, —
öngvum af þeim týnir
elskufaðirinn dýr,
heldur finnast fínir
fögnuðrinn þar býr.
29.
Oft af missir manna
mörgum verður þungt,
það eg sífellt sanna
um systurblóðið ungt,
hér er hryggð að kanna
og huggun í sama punkt,
eymdum ofraunanna
öllum niður dungt.
30.
Hefi eg gæfugjarna
góða vini átt,
svo sem bræður svarna
sýndu ljúfan hátt,
alla undanfarna
á eg minnist þrátt,
á landi ljóssins barna
lifa í guðdóms mátt.
31.
Kolbein kann eg telja
kæran annan svein
Jónsson vin að velja,
vildi öngvum mein,
Steingrímsson nam selja
sömu tryggða grein,
hollt var hjá þeim dvelja,
hvíla í friði hans bein.
32.
Væri mér skylt að vakna
og vinina minnast á,
sífellt þeirra sakna,
sem eg dvaldi hjá,
raunir upp svo rakna,
renna um augnabrá
tár er tíðum slakna
tæpara nú en þá.
33.
Hér í stríði ströngu
stúri eg á veraldar grund,
ber eg í brjósti þröngu
beiska harma lund,,
man eg menja spöngu
mína ævistund,
kann þó kvíða öngu,
kem eg á hennar fund.
34.
Ó, hvað langað lengi,
lausnarinn, hefur mig
framar en fallvalt gengi
fá að skoða þig,
soddan sælu fengi
sambúð elskulig,
gleður guðlegt mengi,
gleðja og englar sig.
35.
Hér er angrátt auga,
enn þó verður glatt,
bekkir brúna lauga
burtu hjaðna hratt,
hver við heimsins bauga
hug sinn lengi batt,
þar mun ei til að þrauga,
þaðan er honum kvatt.
36.
Gert hef eg glæpi marga,
gengið villu stig,
frómleik réði að farga,
fíflskan óhóflig,
blíður guð mér bjarga,
bið eg af hjarta þig,
láttu vítis varga
villa aldrei mig.
37.
Oft eg illa breytti
yfirboðara við,
vitsins varla neytti,
vaninn ljótum sið,
hér með hjúin þreytti
hver mér veittu lið,
þökk sé þeim þau veitti
þýðum himna smið.
38.
Hollra hjúa dyggðum
hrósa fullvel má,
því að í trú og tryggðum
tafið hafa mér hjá,
sé þeim stýrt frá styggðum,
stúr og allri þrá,
laun hafi í ljóssins byggðum
og lífi himnum á.
39.
Kemur eitt í eyra
æskilegasta hljóð,
það eg hýrt mun heyra,
hrópar Jesú blóð,
Krists fyrir kvöl og dreyra
kvittuð verði þjóð,
og fagna framar og meira
en fæ eg sett í ljóð.
40.
Framar kemr í kvæði,
kvendið var mér hjá,
við bjuggum saman bæði
bæjum tíu á
fimmtíu rétt eg ræði,
raunar árin fá,
svo kom sótt og mæði
seinustu vetur þrjá.
41.
Sá eg upp á sjúka,
særðist hyggjusteinn,
loks gaf lækning mjúka
líknar vegrinn beinn,
uns nam ævi ljúka
elsku-svanninn hreinn,
sofnaði seljan dúka
sjötug, brast á einn.
42.
Hún í himnafriði
hefur fengið vist
æ hjá engla liði,
allra rauna misst,
lifir víns á viði,
vaxin Davíðs kvist,
af Maríu meyjar kviði
maðurinn Jesú Krist.
43.
Er nú sem í eyði
yndisstaður minn,
mannraun trúi eg meiði
meður grátna kinn,
lausnarinn mig leiði
ljóss í fögnuðinn,
aftur auðar heiði
eflaust þé eg finn.
44.
Þó skal hryggðum hafna,
huggun er mér vís
loks, þá líkið grafna
lifnar upp og rís,
friðarfaðmi um vafna
faðirinn til sín kýs,
lofgjörð ljúf mun dafna
og lifa í Paradís.
45.
Leið mig í þann ljóma
lausnarinn góður minn,
þar allir einu róma
eilífan sannleikinn,
sæmdur er eg þá sóma,
sem eg aftur finn
vini og frændur fróma,
frí hver þekkir sinn.
46.
Ó, hvað mun eg mæta
móður drottins sjá
og soninn hennar sæta
sínum föður hjá, —
huggarann hyggju stræta,
heilagur andinn sá
er allt kann endurbæta
og unaðsemdin há.
47.
Hátt á himnapöllum
hrósum sigri vær,
horfnir glæpagöllum,
guðs erum börnin kær,
í þeim engla höllum
aftur hver sinn fær,
þá er allt með öllum
unaðsemdin skær.
48.
Á því rökkri ragna
rætist hver ein spá
sem allir í einu fagna
andlit guðs að sjá,
lesa lof án þagnar
lausnara sínum hjá,
sífellt sönginn magnar
snnctur glóriá.
49.
Drottinn þínum dyggðum
dreif þú á mitt geð
og þeim æðstu tryggðum
allri dásemd með
hvenær í himnabyggðum
hæstan fæa eg séð,
svo er eg svipturhryggðum,
syng eg þá og með.
50.
Eg vil feginn fara,
frelsari minn, til þín
í þann engla skara
æ sem ljósið skín,
meðan hér skal hjara
huggun er sú mín
að sjá þann sólar hara,
sjón, sem aldrei dvín.
51.
Sé ég frelsarinn fríði
falinn þinni und
í döpru dauðastríði
dirfð þú mína lund,
eg svo öngu kvíði
andláts gef mér stund
hæga heim svo líði
héðan á þinn fund.
52.
Þó skal korta kvæði
kveðið með lítið hól,
mjótt var máls til ræði,
marið sinnu ból,
gleymist gráts ónæði,
gullhlaðs finn eg sól
sem þar sjáum bæði
son, þann meyjan ól.
53.
Hér með svari seinu
sinni eg kvæðagerð,
eyddur yndi hreinu,
ekkert gaman á ferð,
þreyi eg þorna reinu
með þungri rauna mergð,
aldrei fyr en í einu
angurlaus eg verð.
54.
Þykist þreyttr að lifa,
þreyi öðrum fjær,
líka að lesa og skrifa,
lítt er sjónin skær,
því er bágt að bifa
bögunum, segjum vær,
hjá þeim tölugu tifa
telst eg ekki fær.
55.
Sjötugur ljóðin samdi,
sín fannst ævin löng,
hug sinn ekki hamdi
heima um rænu göng,
treganum þeim sig tamdi,
tvinna þráði spöng,
fyrir það mest hann framdi
frekan raunasöng.
56.
Ævisöguna endi,
undanskil þó margt,
þar sem þrauta kenndi
þuldi eg ei um djarft,
lausnarinn gefi eg lendi
ljóss við rannið bjart,
frómlegt festarkvendi,
finna vildi eg snart.
57.
Farna um forna ævi
fátt eg minnist á,
með því hugarhæfi
hrellast gerir þá,
langar að liðinn svæfi
leifum hennar hjá,
að kaldan karlinn græfi
kýs eg suður frá.
58.
Hverir hróðrar nauði
hlýtt hafa nú af mér,
gæddir andar auði
allir verði hér,
sé þeim sætur dauði,
sofna hver þá fer.,
frelsarans faðmur rauði
faðmi þá að sér.
59.
Má nú skáldmál skorta.
skil eg ei fyrir það laun,
út af augnasorta
ekki skrifast baun,
vísan illa orta
ýfir harmakaun.
Skal svo kvæðið korta
kallast Æviraun.
— — —
60. Steinabúi straums við mót
stumnir bráðar þandi,
grétu ský en greri rót,
glumdi í hverju bandi,
hjalta vöndur hrökk,
með það gerði megin regn,
marinn rann og stökk, —
heyri þið nú hvað heitir þegn,
hending stendur skökk.