Ólafur Tryggvason | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ólafur Tryggvason

Fyrsta ljóðlína:Norður um sjó fer sigling glæst
bls.75
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Norður um sjó fer sigling glæst,
sést við dagsbrún í lyfting hæst
Erlingur Skjálgsson frá Sóla.
Skimar yfir djúp að Danmörk:
Kemur ekki Ólafur Tryggvason?
2.
Drekar fimmtíu fella voð,
fólkið sólbrennt af hverri gnoð
horfir að Danmörk, þá drynur:
Hvað dvelur Orminn langa?
Kemur ekki Ólafur Tryggvason?
3.
Annan morgun, er eins það brást,
ekkert mastur við hafsbrún sást,
gall sem stórviðrisstormur:
Hvað dvelur Orminn langa?
Kemur ekki Ólafur Tryggvason?
4.
Steinhljótt var allt í sama svip,
súgur hafs því að bar um skip
eins og andvarp úr djúpi:
Unninn er Ormurinn langi,
fallinn er Ólafur Tryggvason.
5.
Síðan hefir í hundrað ár,
helst við tunglskin um unnir blár,
fylgt með Norðmanna fleyjum:
Unninn er Ormurinn langi,
fallinn er Ólafur Tryggvason.