Kúaleit | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kúaleit

Fyrsta ljóðlína:Gudda´ og Jóa gengu´ af stað
bls.129–130
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1875
Flokkur:Gamankvæði

Skýringar

Neðanmáls stendur:
[Orkt að tilmælum G. og J., sem kúnna leituðu. Höf.]
1.
Gudda‘ og Jóa gengu‘ af stað,
gæta vildu kúnum að;
þykk á lagðist þoka:
ekkert sáu feti fjær;
fannst þeim eins og stingi þær
höfði‘ í hærupoka.

2.
Ógnuðu þeim undur mörg:
urðu lambaspörðin björg;
stráin eikur urðu;
hundaþúfur hæstu fjöll;
hrundir sjálfar stærri‘ en tröll. —
Svitnuðu fljóð af furðu.

3.
Kýrnar sjá oft þóttust þær:
þessum jafnskjótt komu nær,
hrossatöð þar hittu.
Meintu stundum mann sér hjá:
moldargötur ofan í þá
lá við drósir dyttu.

4.
Þær samt hertu þor og megn:
þoku bálkinn smugu gegn,
líkt og mýs í mjöllu.
Hófust stundum foldu frá,
fóru‘ í miðju kafi þá
undir himna höllu.

5.
Villtust loksins veiga brúr:
varpast létu skýjum úr;
bjuggust þá við bana.
Ferlegan komu fjallstind á:
fyrir var þar koldimm gjá:
hröpuðu‘ þær í hana.

6.
Komu niður í svartan sal; -
sýndist ekki‘ á góðu val; —
glóð þar glotti viður.
Hræddar urðu‘; — en hresstust við:
Höfðu þær í eldhúsið
steypst um strompinn niður.