Heiðlóarkvæði (Heylóarvísa) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heiðlóarkvæði (Heylóarvísa)

Fyrsta ljóðlína:Snemma lóan litla í
bls.21–22
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1825
Tímasetning:1836

Skýringar

Ljóðið er úr sögu Jónasar Grasaferð sem fyrst birtist eftir dauða hans í 9. árgangi Fjölnis 1847. Sögumaður fer þar með ljóðið fyrir systur sína í grasaferð þeirra systkinanna.
Samið árið 1836. Eiginhandarrit er ekki til. Frumprentun í Fjölni 2. ár, 1836. [Fyrirsögn Jónasar: „Heylóarvísa“] og síðar prentað í Fjölni 9. ár , 1847 í sögunni „Grasaferð“.
1.
Snemma lóan litla í
lofti bláu „dírrindí“
undir sólu syngur:
„lofið gæsku gjafarans!
grænar eru sveitir lands,
fagur himinhringur.
2.
Ég á bú í berjamó ,
börnin smá í kyrrð og ró
heima í hreiðri bíða;
mata ég þau af móðurtryggð,
maðkinn tíni þrátt um byggð
eða flugu fríða“.
3.
Lóan heim úr lofti flaug,
(ljómaði sól um himinbaug,
blómi grær á grundu)
til að annast unga smá —
alla étið hafði þá
hrafn fyrir hálfri stundu.