Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Námumaður | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Námumaður

Fyrsta ljóðlína:Hrökk og brest þú hamraþil
Höfundur:Henrik Ibsen
bls.46–47
Bragarháttur:Himnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Hrökk og brest þú hamraþil,
höggin þung skal reiða til!
Inn ég brýst að iðrum fjalla
uns ég heyri málminn gjalla.
2.
Innst í fjallsins auðri nótt
á ég von á dýrri gnótt:
milli rauðra gullsins greina
glóa klasar bjartra steina.
3.
Kringum djúpsins dularmögn
drottnar eilíf kyrrð og þögn;
lát þú, sleggja, braut mér beinda,
birt mér hjartarót þess leynda!
4.
Enn ég man mig ungan svein,
alstirnd festing við mér skein,
barnsins friður bjó í lyndi,
blómgrund vorsins jók mér yndi.
5.
Gein þá við mér gapið svart,
gleymdist dagsins ljúfa skart,
djúpt í hofs míns helgigöngum
hvarf mér jörð með þyt og söngum.
6.
Hrekklaus fýsn í hug mér lék,
hingað inn er fyrst ég vék:
lífsins rúm í leyndum fáða
læt ég djúpsins anda ráða.
7.
Samt ég engan anda fann
enn er birti vísdóm þann,
enginn geisli er ennþá runninn,
ekkert ljós um neðsta grunninn.
8.
Mun þá aldrei markið nást?
mun þá hvergi skíma sjást?
Ef ég kýs að horfa í hæðir
helst til skært mér birtan flæðir.
9.
Nei, mig draga djúpsins mögn,
dauðans kyrrð og eilíf þögn.
Lát þú, sleggja, brand mér beinda,
birt mér hjartarót þess leynda.
10.
Ljósta stein og ljósta stein!
Lausnarstund mun síðast ein!
Ekkert ljós að ofan brennur.
Enginn vonardagur rennur.

Þýtt fyrir 1939