Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Bleikur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bleikur

Fyrsta ljóðlína:Brjóstið hrellir harmur sár
Höfundur:Páll Ólafsson
bls.157​–158
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda
Viðm.ártal:≈ 1875

Skýringar

Undir fyrirsögn stendur:
Eftirmæli
1.
Brjóstið hrellir harmur sár,
hné að velli Bleikur,
sönn ég felli sorgartár;
svona ellin leikur.

2.
Folinn ungur fetaði létt,
fjallabungur, grundir,
fen og klungur fór á sprett,
fjöllin sungu undir.

3.
Daga og nætur rataði rétt,
rösklega fætur bar hann,
fremstur ætíð fór á sprett,
fáum sætur var hann.

4.
Eins þá beygja ellin réð,
yrðu vegir sléttir
hafa eigi honum séð
hestagreyin eftir.

5.
Ellin hallar öllum leik,
ættum varla að státa.
Hún mun alla eins og Bleik
eitt sinn falla láta.

6.
Fákinn minnir allt mig á,
öll er sinna farin,
aldrei linnir þeirri þrá
þar til finn ég marinn.

7.
Lífs á vori mætir mér
minn síþorinn Bleikur,
endurborinn – eins og hér
indæl sporin leikur.

8.
Verður glatt í muna mér
millum hnatta þeyta.
Hann mun aftur, eins og hér,
æ á brattann leita,

9.
aldrei mæðast undir mér,
engan hræðast voða.
Á slíkum gæðing gaman er
geiminn hæða að skoða.