SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3104)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
Til ungmeyjarFyrsta ljóðlína:Goðum líkur þætti mér sá, er sæti
Höfundur:Saffó (Sappho)
Þýðandi:Helgi Hálfdanarson
bls.263–264
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Ástarljóð
Skýringar
Þessi þýðing birtist áður í bók Helga, Undir haustfjöllum árið 1960, og er engin breyting á henni hér frá því sem þar var. – Helgi rímar hér ljóðið eins og Grímur Thomsen gerir en slíkt tíðkaðist ekki í frumgerð Saffóarháttar á grísku.
1. Goðum líkur þætti mér sá, er sætisælar stundir andspænis þér, og gæti hlustað á, hve milt þér af munni líður málrómur þýður
2. og þinn gleðihlátur, sem löngum laðarleynda þrá, svo hjarta mitt bærist hraðar; ef ég lít í svip, hvar þú fimum fæti fetar um stræti,
3. fatast mér að mæla, ég stari í hljóði,mjúkur logi flýgur mér ört í blóði, líkt og brimgný þungan ég þykist heyra þjóta við eyra,
4. og ég titra svo sem ég kvíða kenni,kaldur þvali sprettur mér fram á enni; einsog strá ég fölna, sem framaf stalli feigðin mig kalli. |