Ellin | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ellin

Fyrsta ljóðlína:Meyjar, þið sem unnið gyðjanna gjöfum
Höfundur:Saffó (Sappho)
Þýðandi:Kristján Árnason
bls.9. árg. bls. 4
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2011
Flokkur:Sónarljóð

Skýringar

Helgi Hálfdanarson hafði áður þýtt þetta ljóð. Þar er fyrsta línan. „Sinnið vel, telpur, gjöfum listagyðju“ (sjá þýðingu hans hér á Braga).
Þýðing Kristjáns er Sónarljóðið 2011.
Meyjar, þið sem unnið gyðjanna gjöfum
og gleðjið ykkur við strengjanna tæru hljóma,

sjáið hve ellin mitt viðkvæma hold hefur hrjáð
og hárið er snjóhvítt sem áður var tinnusvart.

Það fellur mér þungt, og fæturnir bera mig vart,
þótt áður í dansi ég léki sem léttfætt hind.

Það veldur mér stöðugt stunum, en hvað er til bragðs?
Því enginn maður fær flúið ellinnar farg.

Sagt er að rósprýdd Dögun, af eldheitri ást,
til útjaðars heimsins Tíþonos brott hafi numið,

fagran og ungan þá, en þó var hann hremmdur
af ellinni gráu, gyðjunnar rekkjunautur.