Lórelei | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Lórelei

Fyrsta ljóðlína:Eg veit ekki af hvers konar völdum
Höfundur:Heine, Heinrich
bls.116–117
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) AbAb
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Eg veit ekki af hvers konar völdum
svo viknandi dapur eg er
ein saga frá umliðnum öldum
fer ei úr huga mér
2.
Það húmar og hljóðlega rennur
í hægviðri straumfögur Rín,
hinn ljósgullni bjargtindur brennur,
þar blíðust kvöldsól skín.
3.
Þar efst situr ungmey á gnúpi
með andlitið töfrandi frítt
og greiðir í glitklæða hjúpi
sitt gullhár furðu sítt.
4.
Með gullkamb hún kembir sér lengi
og kveður með annarlegt slag,
svo voldugt að við stenst engi,
sitt villta sorgarlag.
5.
Og farmaður harmblíðu hrifinn
þá hlustar, svo varúðin þver.
Hann lítur ei löðrandi rifin
en ljúft til hæða sér
6.
Um fleyið og farmann er haldið
að fjótsaldan hvolfdi þeim ströng
og því hefir Lórelei valdið
með leiðslu-töfrasöng.