Á Hólum 1910 (þriðji söngur) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Biskupsvígsla á Hólum 2c

Á Hólum 1910 (þriðji söngur)

BISKUPSVÍGSLA Á HÓLUM
Fyrsta ljóðlína:Upp vor hugur hjarta og rómur!
bls.170
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1910
Upp vor hugur hjarta og rómur! 
Hér er guðshús enn sem fyr; 
enn þá herrans helgidómur 
hefir opnað lífsins hlið. 
Kveik oss aftur líf í landi, 
ljóssins faðir alráðandi! 
Aftur sól og sumar dafni; 
sign oss, guð, í Jesú nafni! 

Margir vottar (efumst eigi) 
eru með oss þessa stund, 
þeir sem hér á holdsins degi 
heitast þráðu Drottins fund: 
Syngið með oss, sælu bræður, 
syngið, biðjið, feður, mæður: 
Íslands sól og sumar dafni! 
Sign oss, guð, í Jesú nafni!