Hinsta þraut | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hinsta þraut

Fyrsta ljóðlína:Ó það var einmitt þetta
Þýðandi:Jakob Thorarensen*
bls.91
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Ó það var einmitt þetta,
það sem mest ég kveið,
hinsta þraut í heimi,
hún er þyngst um leið.
Mér er varnað vinnu,
vantar lífsins þrótt.
2.
Mér er varnað vinnu,
vantar lífsins þrótt,
má ei hugans hauka
hemja, – og að fer nótt.
Þeir til fjalla flognir,
finnast aldrei meir.
Ég á götu grafar
geng, – en horfnir þeir.
Ég á götu grafar
geng, – en horfnir þeir..