Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Noregs-ljóð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Noregs-ljóð

Fyrsta ljóðlína:Eg veit eina grundu með glóandi snjá
bls.7–8
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Eg veit eina grundu með glóandi snjá;
þar grær ekki vor nema í sprungunum blá,
en svo kemur hafið með sögunnar klið,
og svo er hún elskuð sem móðir af nið.
2.
Hún knésetti brosandi börnin sín smá
og bók sína gaf oss með myndunum á;
vér lásum uns tárin oss lauguðu kinn,
þá leit hún svo vonglöð á hópinn sinn.
3.
Vér hlupum til sjóar og sáum þar stein
er situr og geymir tóm fornmanna bein;
þá stóð hún og þagði svo forn og svo fróð
en fjörðurinn söng eins og víkinga ljóð.
4.
Og svo fór hún með oss, svo svipstór og hljóð,
og sýndi hvar kirkjan hin heilaga stóð
þar feðurnir leituðu að huggun og hlé,
við hús það hún kenndi oss að beygja vor kné.
5.
Svo þyrlaði hún snjónum um þverbratta hlíð
og þar lét hún drengina reyna sín skíð;
þá mölvaði hún stormhendi straumkólgu-gler
og stjórnvölum kenndi oss að hleypa yfir ver.
6.
Þá sýndi hún oss blómleg og brosandi fljóð;
hún bauð þeim að syngja oss hin fegurstu ljóð.
Þá hvarf hún og settist á sögunnar stól
með sigurbjart fanndjásn við norðurheims pól.
7.
Þá dundi við lögeggjan: „Fram, fram, mín þjóð!“
á forntungu áanna gullu þau ljóð:
„Upp, frelsið og manndáð og feðranna sál!“
Þá fylltust sjálf björgin með lifandi mál!
8.
Þá hrundi fram andans hinn óðsnari foss
og eldurinn guðlegi féll yfir oss,
þá loguðu fjöllin! Ó felmtrandi sýn,
þá fyrnist oss aldrei uns lífstíðin dvín!