Útfararsálmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Útfararsálmur

Fyrsta ljóðlína:Lát huggast, þú ástvinur hryggur!
bls.105–106
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Sálmar
1.
Lát huggast, þú ástvinur hryggur!
Nú hætti þinn grátur að streyma!
Því dauðinn er leið sú er liggur
til lífsins og ódáinsheima.
2.
Hvert loforð er lesum úr fræðum
í legsteinsins fastmæli bundið?
Að síðar vér söfnust í hæðum
er svefnþunga grafar mun hrundið.
3.
Í griðastað duftið skal gista
án greiningar tímans er líður,
uns hafið til himneskra vista
það heimtir þess önd er þess bíður.
4.
Því eitt sinn mun kviknandi kraftur
í kulnuðum líkama hrærast
og yljandi blóðstraumur aftur
um æðarnar stirðnaðar færast.
5.
Að haustlagi hverfur það sæði
og hylst undir biturleik frosta
sem von er að vorsólin glæði
og veki til gróandi kosta.
6.
Eins lyftast þeir limir að nýju
úr lægingu, myrkrum og doða
sem hressast við birting og hlýju
frá himni sem glóir í roða.
7.
Ein gjöf er sem dauðinn oss gefur
þótt grimmd hans til jarðar oss beygi:
vor hjörtu til drottins hann hefur,
til heimferðar býr hann oss vegi.
8.
Hirð barn þitt, ó mold þú hin milda,
í móðurskaut hóglega vafið,
og vit þér er sköpuð sú skylda
að skila því nær þess mun krafið.
9.
Þar átti sá andi sér skýli
sem aldrei þá trú sína missti
að hugskotið óttalaust hvíli
í hjálpræðisvonum frá Kristi.
10.
Lát geymdan, ó gröf, hjá þér una
hinn gangmóða, veit honum friðinn,
uns drottinn skal mynd sína muna
að morgni þánóttin er liðin.
11.
Nær bergstuðlar jarðríkis braka
og básúnur englanna hljóma
mun alvaldur eign sína taka
til yngingar, dýrðar og blóma.