Siglingavísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Siglingavísur

Fyrsta ljóðlína:Fylli vindur voðirnar
bls.148
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Fylli vindur voðirnar,
væri synd að neita,
að þá sé yndi yfir mar
árahind að beita.

2.
Þegar í hroða hræða drótt
Hvæsvelgs voða sköllin
þýtur gnoðin áfram ótt
yfir boðaföllin.

3.
Svigni band og bogni rá,
bólgni strandir lýra,
eykst þá vandi um úfinn sjá
öldugandi að stýra.

4.
Þegar kringum skipið skafl
skall með ringi sína,
best sá þvinga báruafl
Breiðfirðinga mína.