SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3090)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
Celeste 4Celeste – Eftir ævinnar dag
CELESTE
Bálkur:Celeste
Fyrsta ljóðlína:Nú er sæla og sól yfir runnum
Höfundur:Einar Benediktsson
Heimild:Einar Benediktsson: Ljóðmæli II. bls.112
Viðm.ártal:≈ 1925
1. Nú er sæla og sól yfir runnum,söngur af lífi, ilmur og vor. Loftið er kvikt af kvakandi munnum, kuldinn sig grefur í lindum og brunnum, himinsins blær stígur hljótt sín spor.
2. Allt er þrungið af þrá til að unna,þúsundir óska stíga frá jörð, upp yfir landsins grjótköldu grunna grösin sig rétta svo hátt sem þau kunna. Ljósið heldur um lífið vörð.
3. Hjörtun bærast og hugirnir líðahærra en fuglavængirnir ná, út yfir háfjallahringinn víða, heim, þar sem ljósvöldin uppskeru bíða, handan við röðulsins björtu brá.
4. Yfir samhljóm af sumarsins ljóðumsál þinni mæti eg í efstu hæð, jarðnesk sem vorþrá í gróðri góðum glóir þér fegurð á kinnum rjóðum, – björt og hrein eins og bergstraumsins æð.
5. Hátt yfir samhljóm af sumarsins ljóðumsyngjum við tvö okkar hjartans brag og ausum upp skrautið af andans sjóðum, – ég ann þínum svip á blágeimsins slóðum. Unn þú mér, sál, eftir ævinnar dag. |