Draumurinn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Celeste 2

Draumurinn

CELESTE
Bálkur:Celeste
Fyrsta ljóðlína:Ég dvaldi eitt sinn í draumi
bls.110–111
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Ég dvaldi eitt sinn í draumi
við dimmt og ískalt flóð
sem braust úr háum hæðum
og hvarf þar sem ég stóð.
2.
Þar sá ég hesta á sundi,
þeir svifu undan straum
með föx sem lagarlöður
og lit sem illan draum.
3.
Með ekka í andardrætti
og augna hálfslökkt ljós
þeir liðu í flóðsins flugi
og fórust við þess ós.
4.
Einn sá ég synda á strauminn,
með svanahvítum lit,
með hálsinn mjúka hringdan
og hregg sem vængjaþyt.
5.
Þeir dökku hestar hurfu
með hljóðnuð andartog
og sukku eins og syndir
á sólardómsins vog.
6.
Sá hvíti einn, hann hvarf ei,
en hrakti á óssins flóð.
Með ógn og bæn í augum
hann iðuflugið tróð. —
7.
Mig dreymdi ei drauminn lengri.
Af dvala snöggt ég hrökk
með ótta um hvíta hestinn —
og hroll, af því hvað sökk.