Celeste – Strengirnir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Celeste 1

Celeste – Strengirnir

CELESTE
Bálkur:Celeste
Fyrsta ljóðlína:Sem myntin, er veltur um markaði og torg
bls.109
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Sem myntin er veltur um markaði og torg,
sem máltæki alþekkt á hvers manns tungu
var kunnugt hvert ljóð sem þeir kunnu og sungu.
— Líkt klukkuspili í gamalli borg
var söngur hver, — það heyrðist allt
sem hringdi málmur við járnið kalt
og bjallan væri með sprungu við sprungu.
2.
Og hver, sem vildi, gat hörpuna stillt,
gat handleikið þessa daufu strengi
sem vildu ei hljóma hátt né lengi,
allt himneskt, allt jarðneskt var þeim jafnskylt.
Það var sem hljóð þeirra svæfi sjálft.
Svo var allt spilið dofið og hálft
þó maður til þess undir mannshönd gengi.
3.
En innst átti harpa hjartans einn brag
sem hrærðist ei, vaknaði ekki af neinu,
hvernig sem leikið var, — utan af einu,
einu, — því rétta. En það var einn dag
að hönd greip rétt í hörpunnar streng.
Nú hljómar hann, hvar sem ég fer og geng,
með nýju málmhljóði, heilu og hreinu.