Rímur af Oddi sterka – Fimmta ríma – Eldhúsdagsræða Odds sterka | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Oddi sterka 5

Rímur af Oddi sterka – Fimmta ríma – Eldhúsdagsræða Odds sterka

RÍMUR AF ODDI STERKA
Fyrsta ljóðlína:Það hér áður venja var
bls.175–177
Bragarháttur:Samhent eða samhenda (alhent, ferstikla, stikla)
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1932
Flokkur:Rímur

Skýringar

Ríman er ort undir samhendum hætti óbreyttum nema mansöngurinn (fyrstu fjórar vísurnar) undir hagkveðlingahætti (þ.e. samhendu hringhendri) og undir þeim hætti er einnig 8. vísa rímunnar. Síðasta vísan (sem í raun tilheyrir mansöng) er samhent áttstiklað eða áttþættingur.
Fimmta ríma
Eldhúsdagsræða Odds sterka

1.
Það hér áður venja var
vísur dáðu stúlkurnar,
kossa þáðu og þess konar
þeir sem kváðu rímurnar.
2.
Ljóða gengi lækka fer.
Lítill fengur talinn er
þótt ég strenginn strjúki hér.
Stúlka engin þakkar mér.
3.
Brjálar glysið borgarjóð,
borgarþysinn kæfir ljóð,
bleik og visin borgarfljóð
borga gysi snjallan óð.
4.
Táli beita og tyllisýn
tóbakseitruð fyllisvín.
Hugur leitar því til þín,
þekka sveitastúlkan mín.

*

5.
Þetta er mikið þjóðargrand,
þjóðarskútan orðin strand.
Aldrei hefir okkar land
yfir dunið þvílíkt stand.
6.
Íhald stýrði rangt og ragt,
rak af leið og skemmdi fragt.
Í skuldakví var skútu lagt.
Skömm er endi á heimskara makt.
7.
Framsókn tók þá far að sér,
fórst þó ekki betur en verr,
kuggnum renndi á kreppusker,
kjölurinn sundur genginn er.
8.
Veldur frekja Framsóknar
fjárhagsleka skútunnar,
allar tekjur uppétnar –
illa rekin trippin þar.
9.
Þó að Framsókn færi skakkt,
festi á skeri þjóðarjakt,
allt er betra en íhaldsmakt,
eins og Jónas hefir sagt.
10.
Íhald lastar Framsókn frekt,
Framsókn lýsir íhalds sekt.
Kjaftæðið er kátbroslegt.
Kuggurinn lekur eins og trekt.
11.
Hér er starf sem heimtar mann,
hugumstóran, sjóvanan,
óbilgjarnan, eldrauðan –
Oddur sterki, það er hann.
12.
Oddur fræga fornmenni,
fyrrum orkanræðari,
seinna Harðjaxls semjari,
seinast þjóðarbjargari.

*

13.
Ein er, veit ég, uppi í sveit,
ekki þreyti neina leit,
æskuteit og hjartaheit,
hökufeit og undirleit.