Rímur af Oddi sterka – Fjórða ríma – Framboðsræða Odds sterka | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Oddi sterka 4

Rímur af Oddi sterka – Fjórða ríma – Framboðsræða Odds sterka

RÍMUR AF ODDI STERKA
Fyrsta ljóðlína:Tækni breyta tímans völd
bls.172 –174
Bragarháttur:Samhent eða samhenda (alhent, ferstikla, stikla)
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Rímur

Skýringar

Mansöngsvísur rímunnar (1. –5. vísa og síðasta vísan) eru undir hagkveðlingahætti (hringhendri samhendu).
Fjórða ríma
Framboðsræða Odds sterka

1.
Tækni breyta tímans völd,
tískan þreytir aldinn höld.
Hugur leitar helst í kvöld
heim í sveit á nítjándu öld.
2.
Einn ég grét í afkimum
oft á vetrarkvöldunum
yfir meti í afglöpum,
ærslum, leti og vanrækslum.
3.
Man ég vorin mild og hýr,
margt var spor við ær og kýr,
krappt var skorinn kostur rýr,
kvaldi horinn menn og dýr.
4.
Í sumars hlýju margur má
marka, rýja, vinna á,
smala, stía, færa frá,
flytja, kvía, sitja hjá.
5.
Haustið löngum hugann dró,
heyja föng og matar nóg.
Þá með söng á söðuljó
sig í göngur smalinn bjó.

*

6.
Upp er runnin örðug tíð,
yfir dynur kreppuhríð.
Til að frelsa land og lýð
leggur Oddur nú í stríð.
7.
Tek ég hjálm á höfuðið,
hringabrynju að ökklalið,
megingjörðum gyrði kvið,
geir um öxl og skjöld við hlið.
8.
Stíg á hest og herör sker.
Harðjaxlarnir fylgja mér,
ryðst svo fram hinn rauði her,
rauður fyrirliðinn er.
9.
Framsókn býð ég odd og egg,
íhaldsliðið niður hegg,
örvum skýt og atgeir legg,
eldrauður á hár og skegg.
10.
Lýðnum gef ég Fróðafrið,
fylli rígaþorski mið,
bind í sveitum sólskinið.
Sérhvert loforð stend ég við.
11.
Allt skal Grænland okkur háð,
öll af Dönum tekin ráð.
Yfir framtíð, lýð og láð
lýsi Bretaveldis náð.
12.
Eftir þessa frægðarför
fæ ég nafnið Oddur Sir,
greifi, chef og gouvernör,
general og kommandör.

*

13.
Ei skal lengur leika á
ljóðastrenginn, falda Gná.
Launin fengin muna má,
mun þó engum segja frá.