Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu – Níunda ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu 9

Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu – Níunda ríma

RÍMUR AF LYKLA-PÉTRI OG MAGELÓNU
Fyrsta ljóðlína:Sveimar fram af sagna hlíð
bls.227–240
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1675
Flokkur:Rímur

Skýringar

Níunda ríma
Ferskeytt
1.
Sveimar fram af sagna hlíð,
seint þó eg næsta vinni,
Ónars fley með óvant smíð
í níunda sinni.

2.
Snótir hœla sniðugum brag
snáka lunda dýnu,
enn eg fœri óvant lag
ungri menja línu.

3.
Oftast vinnur iðnin þrá,
eitt so máltak hlýðir,
sækja tekur efnið á,
endar flest um síðir.

4.
Ei skal lengi mansöngs mœrð
meyjunum þvingun veita,
skeiðin Hárs úr hreysi hrærð
hlýtur sunds að leita.

5.
Þar var dverga lausnin lífs
lægð í hyrjar gráði,
sveigir hryggur sára hnífs
svaf á auðu láði.

6.
Hvarf þá svefna værðar von
vöskum sveigir branda,
áður en kvonar Sviðrix son
sáu þjóðir landa.

7.
Upp með felmtri stillir stóð,
strax til sjávar vendi,
um myrkrið út á mjaldurs slóð
mál með röddu sendi.

8.
Mjög það undrar örva brjót,
augun dimman blindar,
að ei kom hrópi mál á mót
af mönnum siglu hindar.

9.
Þar um tíma sat með sút,
so nam dagur skína.
séð þá gat á sjóinn út
sviptir elda Rínar.

10.
Burt var fley með fólk og seim,
féll þá gleði úr lyndi,
so flaug minnis hryggð um heim
sem hagl í sterkum vindi.

11.
Óvit hvört af öðru fékk,
angur lyndið *spennti,
harmurinn sár um hjartað gekk,
holdið sóttar kenndi.

12.
Raunir sínar reikna vann,
ræðan gráti blandast,
meinið sorgar mæddi hann
so mátti varla standast.

13.
So gekk nærri sorgin hug,
segi eg það undrum gegni,
kraftar lífsins dvína dug,
dró þá afl úr þegni.

14.
Þeim kemur hvörjum hjálpin þekk,
sem herrann gjörir rækja,
fiskimenn þá fundu rekk,
er fóru vatn að sækja.

15.
Frækinn litu fleygir brands
fallinn liggja á grundu,
höldar síðan heim til ranns
höfðu á samri stundu.

16.
Sá þar byggð á breiðri torg
bauga viðurinn teiti,
Kapona var kurteis borg
kennd að réttu heiti.

17.
Fjórtán daga dvaldist þar
dreifir hrímnirs stræta,
sótt og harma saman bar,
sárt er tvennu að mæta.

18.
Þanninn hélt við þunga nauð,
það nam gleði fresta,
félaus þurfti þiggja brauð,
það var raunin mesta.

19.
Eitt sinn réði angri spenntr
ofan til strandar ganga,
þegar kraftur lífs var léntr
ljúfum runni spanga.

20.
Fyrir landi sá hann listugt flaustr
laugað orma báli,
fólkið heyrði tiggi traustr
tala í frönsku máli.

21.
Eyðir spurði Andvara grips
yfirmann þeirra seggja,
hvar vill mætur skreytir skips
skeið að fróni leggja.

22.
„Á morgun þegar um miðdags skeið“,
maðurinn réði segja,
„halda vil eg um humra leið
heim til Frakklands eyja.“

23.
„Viltu mér ekki veita far?“
vísirs arfinn sagði,
ég er frá einum jarli þar.“
Játaði hinn að bragði.

24.
Á sögðum tíma siglumenn
settu rá við húna,
grams son með þeim gengur enn
á græðis hrafninn búna.

25.
Hægur andaði bróðir byls,
bönd við reiðann sungu,
búning fríðan þóftu þils
þungar öldur stungu.

26.
Sem nú þanninn stóð til striks
stormur á lægis gylli,
kátir hjöluðu bræðarar biks
við blíðan hringa spilli.

27.
„Í Próvinslandi er klaustur klént“,
kveð eg bátsmenn ræða,
„aumu fólki allvel hent
ef það sorgir mæða.

28.
Péturskirkja af Magelón með
mæti öngva skorti,
allir fá nú ýtar séð
í einu heiðingja porti.

29.
Viljir þú gefa þig guði þar
gott mun af því leiða.“
Því kvaðst heita snilli snar
snáka runnur heiða.

30.
Heilan mánuð klaustra kurt
kvaðst hann vilja reyna,
áður fengi ýtar spurt
um sig vissu neina.

31.
Mjúkt um leiðir laxa dróst
lagar fákurinn bráði,
þar til augna leyfið ljóst
landið fanga náði.

32.
Þar við ey sem þénti sprund
þurftugu lýða mengi,
ýtar báru upp á grund
atker sín með strengi.

33.
Pétur skilst við skatna nú
skips á þilju borðum,
kvinta hitti klaustra frú
og kvaddi sæmdar orðum.

34.
Væna biður hann veiga Rist,
er voluðum átti að stýra,
sér þar einum veita vist,
víf nam þá að skýra:

35.
„Hvört er, vinur, heiti þitt,
eða hvaðan komstu af landi?“
Duldi nafnið seggurinn sitt,
so var æ hans vandi.

36.
So lét standa silki Lín,
sorgin gleði hnekkti,
hún hafði hann heim í hús til sín,
hvorugt annað þekkti.

37.
Eitt sinn gengur auðar Ná,
til alls kyns borin gæða,
þar sem sveitin sjúkra lá,
sú vill meyjan græða.

38.
Þar kom hún sem þegninn vitr
þenkti um menja Hrundi,
hjörva Týr í sorgum sitr,
sagt er hann þungt við stundi.

39.
Þetta heyrði þar sem gekk
þöllin silkidúka,
hýrugóð við hryggvan rekk
hóf so ræðu mjúka:

40.
„Ef þú sára sótt fær kennt,
segðu mér það vinur,
eða mun hjartað hörmum spennt?
Hvað er þér, þú stynur.

41.
Hvað þig brestur og hafa þarft,
hrundu máttu beiða,
hvort sem er það eitt eða margt,
allt skal þér til reiða.“

42.
„Ei er eg sjúkur“, sagði hann,
„mín silki niftin fríða,
nema hvað sorg um sinnu rann
sára fæ eg að líða.“

43.
„Hvar af stendur hryggðin sú?“
kvað Hlökkin Draupnis sveita.
„Hið sanna vil eg mér segir nú.“
Sveigir ansaði hneita:

44.
„Forðum réði fróni á,
í fræði trú eg það standi,
kurteislegur kóngur sá,
kvittur af öllu grandi.

45.
Dögling átti dóttur sér,
er dróttir svinnar hrósa,
sú af öllum brúðum ber
bauga niftin ljósa.

46.
So bar miklar fremdir fljóð,
fagrar dyggðir safnast,
hvorki kóngs né keisara jóð
kunnu við hana jafnast.

47.
Þar var einn í öðlings borg,
ekki er því að leyna,
greifason er gisti sorg
fyrir Gefni valdra steina.

48.
Bæði með sér bundu tryggð,
batnaði herrans gengi,
leynt þau fóru af lofðungs byggð
so lýður vissi engi.

49.
Komu þau í ljósan lund
við laxa völlinn græna,
þar vill hvíldir hafa um stund
hringa niftin væna.

50.
En sem fögur sætan svaf,
sorgin trú eg herði,
brúðar klæði brjósti af
buðlung leysa gerði.

51.
So til bar, eg segi frá,
sútin lyndið vafði,
þrjá gullhringa guðvefs Ná
gefið seggurinn hafði.

52.
Sem nú þanninn sitja vann
sviptur öllum þjósti,
grettis bólin fögur fann
á fríðu meyjar brjósti.

53.
Hjá sér lagði hann á stein
hrannar ljósið dýra,
þá nam aukast grátleg grein,
sem gjöri eg nú að skýra.

54.
Þangað hrafn af hreiðri flaug
hlés að elda runni,
greip í burtu gullsins baug
greitt og bar í munni.“

55.
So nam öllu segja frá
svinnri menja Gefni,
þá lét ræðu endir á,
öngvan trú eg hann nefni.

56.
Hún kvað þessa harma sögn
hugann reyna mundi.
Meyjan lagði mál í þögn,
minnkar sorg fyrir sprundi.

57.
Vitugt skildi víf og hann,
vóx fyrir báðum gengi,
nú hefur sprundið þekktan þann,
sem þreyði hún eftir lengi.

58.
Sætan gekk í heilagt hús,
herrans mildi þakka,
blíð var æ til bæna fús
bryggjan dýrra stakka.

59.
Síðan gekk og sig til bjó
so með prýði og blóma,
hringa gulls á hendur dró,
hlaðin öllum sóma.

60.
Yfirhöfn gamla yst hún bar,
andlits fegurð huldi,
með soddan hætti seimgrund þar
sig fyrir öllum duldi.

61.
So gekk bríkin bróður Dags
búin sem nú eg taldi,
þar hirðir Sviðrix hallar þaks
hjá þeim sjúku dvaldi.

62.
„Yður hefi eg búið til bað“,
blítt nam sprundið inna,
„til heilsubótar horfir það,
hirðir fetla linna.“
63.
Leiddi hann í lítið hús
Lofnin sofnirs grunda:
„Hér skal branda beitir fús
bíða minna stunda.

64.
Settist þar með sorg á stól
sveigir gylltra spanga,
þá nam Draupnis sveita Sól
frá segg í burtu ganga.

65.
Innan stundar skarti skrýdd
Skrímnis raddar þilja
drengsins vitjar dyggðum prýdd,
dugar sig ei að hylja.

66.
Góins heiða *Gefni stóð
gagnvart sverða runni,
horfði so á hjörva rjóð
hratt og mæla kunni:

67.
„Mundir þú kunna, menja álfr,
mig það vita lystir,
þorna lindi þekkja sjálfr
þá þú fyrri misstir?“

68.
„Kenna mundi eg kléna drós,
kost ef líta ætti.“
Í hylming drógust hvarma ljós,
hlaðsól þessa gætti.

69.
Varpaði fornu klæði kæn,
kyrr so nam að standa,
beint þá sýndist brúðurin væn
brjóti gylltra randa.

70.
Hárið féll um seima Sól,
sætan hefur það unnið,
eins og fléttað Fofnis ból
fagurt með listum spunnið.

71.
Þekkja kunni Þundur stáls
þorna lindi mæta,
henni síðan hljóp á háls
hirðir linna stræta.

72.
Fögnuð þeirra Fjölnis vín
fær ei greint með öllu,
það má sérhvör þorna Lín
þenkja í minnis höllu.

73.
Hvort þar öðru hryggða frí
harma sína tjáði,
svart nam þegar sorgar ský
svipa úr visku láði.

74.
Skömmu síðar skjöldung lands,
skal eg hið rétta inna,
dyggur fór og drottning hans
dúka þöll að finna.

75.
Hvítasunnu hátíð best
haldin var hjá mengi,
til Magelonskirkju fólkið flest
frá eg að sönnu gengi.

76.
Síðan eftir sungna tíð,
það segir í kvæði mínu,
greifann hitti furðu fríð
foldin orma dýnu.

77.
Leiddi bæði í sal til sín
sjóla og menja Hildi,
sat þar fyrir sviptur pín
sverða hlynurinn gildi.

78.
Lindin gulls með list og kurt
lauk upp hurð á ranni,
gjörði síðan ganga í burt
gæfuríkur svanni.

79.
Hjónin þegar sinn þekktu son,
þó til fátt vér leggjum.
Gleðinnar nægð sem var til von
vóx fyrir hvorutveggjum.

80.
Ræddu sín á milli margt
mest fyrir kæti gróða.
Gekk þá innar skrýdd með skart
skikkju Hlökkin rjóða.

81.
Hjónin ekki þekktu þá
þilju dýrra steina,
gekk á móti menja Gná
mýgir unda teina.

82.
Söguna alla sagði þeim
sviptir öglirs fitja.
„Því skal meyjan mild af seim
mér hið næsta sitja.“

83.
Öllum hurfu gleðinnar grönd
geðs úr ljósum brunni,
sals Forseta styttu strönd
stóð hjá þorna runni.

84.
Feðgin bæði fagna ljóst
og furðu þótti gegna,
sorg frá gamni sundur dróst
er söguna þessa fregna.

85.
Síðan hjónin settu dag,
er segir í fræða línum,
vísir magnar veislu plag
vildarmönnum sínum.
86.
Sveitin dreif að höllu hýr,
höldar mega það sanna,
brúðkaup síðan drukku dýr
drengur og hringa Nanna.

87.
Átta vetur unntust rétt,
öllum prýdd með dáðum,
dauðastríðs þá stundin sett
stytti ævi báðum.

88.
Arfa gátu einn til sanns,
auðnu trú eg sá hirði,
Neapolis lofðung lands
letrið segir hann yrði.

89.
Þanninn endar þessa sögn,
því má ríman bíða.
Minni sný eg mærð í þögn,
mér er bágt að smíða.

90.
Óska eg þess að ágæt þjóð,
sem orðin skrifa og læra,
stirð og ómjúk láti ljóð
úr laginu ekki færa.

91.
So er eg orðinn mæddur og móðr
máls í kvæða línum.
Flokkurinn standi, en ristill rjóðr
ráði þökkum sínum.