Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu – Áttunda ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu 8

Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu – Áttunda ríma

RÍMUR AF LYKLA-PÉTRI OG MAGELÓNU
Fyrsta ljóðlína:Áttunda sinni Austra skeið
bls.218–226
Bragarháttur:Samhent eða samhenda (alhent, ferstikla, stikla)
Viðm.ártal:≈ 1675
Flokkur:Rímur

Skýringar

Áttunda ríma
Samhenda
1.
Áttunda sinni Austra skeið
enn skal renna sína leið,
hlaðinn Sviðrix vænni veið,
verður ekki ferðin greið.

2.
Kann eg engin kvœðin fróð,
þó konurnar vilji heyra ljóð,
orðsnilld mín er ekki góð,
ölinu Hárs eg fjœrri stóð.

3.
En þó sýnist svinnri snót,
að sé mín ekki mœlskan fljót,
get eg lítil gjörist á bót
að grafa sig undir viðar rót.

4.
Sú er helsta meining mín,
má það skilja þjóðin fín,
skírt þá blanda eg Skírnis vín,
að skemmta ungri menja Lín.

5.
Betra er að stytta stund
og stilla þunga sorgar lund,
heldur en auka hryggðar und,
hvort sem það eru menn eða sprund.

6.
Mönduls fley úr bólinu brýst,
búin til sem hœfir síst,
hurðin máls á hjörum snýst,
hlýði sprundin, ef þeim líst.

7.
Fyrri tjáði fræði þar,
fylkirs arfi raunir bar,
harmurinn lengi hjartað skar,
hjá heiðnu mengi fanginn var.

8.
Auðnuríkur beitir brands,
Babýlónar herra lands,
með dyggðum þénti so til sanns,
sikling mjög var kært til hans.

9.
Allt hvað Pétur óska vann,
öðling heiðinn veita kann,
þjóðin landsins heiðrar hann,
hjá hvörjum manni virðing fann.

10.
Buðlung sá sem blótar goð,
bjartri klæddur Handings voð,
greifum sínum gestaboð
gjöra vann með hefða stoð.

11.
Hlýddi þessu heiðin þjóð,
hrönnum dreif yfir lönd og flóð,
prýddi hofið Heimdalls glóð,
hilmirs son fyrir borðum stóð.

12.
Sem nú þjóðin þeygi þekk
þanninn drakk á glæstan bekk,
riddarinn fram fyrir ræsir gekk,
ræðu sína byrjað fékk.

13.
Orðlofs heiðinn buðlung bað
að bera sín erindi fram í stað,
nauðsyn bráða krefja kvað,
kóngur sagði hann mætti það.

14.
„Ljóst er yður um aðburð þann,
elsku herra“, sagði hann,
„fangaður eins og framandi mann
færður var eg í yðar rann.

15.
Sára löngum sút eg beið,
sannlega hefur um þetta skeið
sprundið Glens yfir rökkurs reið
runnið þrisvar sína leið.

16.
Þennan tíma þénti eg nú,
þengill, yður með dyggð og trú,
ljós mun flestum sögnin sú
og sjálfur nærri getur þú.

17.
Kappar hafa hér klögumál átt,
kvaddur var eg til svaranna brátt,
þó margir fengi af milding sátt
fyrir mína beiðni skeði þrátt.

18.
Ei hefur beitir benja teins
beðið af kóngi sjálfur neins,
nú eð fyrsta óska eg eins,
öngvum skal það þó til meins.“
19.
Greiddi aftur svör frá sér
sá sem tign um landið ber:
„Greindu allt, hvað girnd þín er,
gjarnan skal það veitt af mér.“

20.
Fljótt nam ansa fleygir brands
fylkirs orðum rétt til sanns,
sagðist vilja samþykkt hans
síns að vitja föðurlands.

21.
Heiðinn kóngur þagnar þó,
þungum svip í brjóstið sló,
hvarma ský yfir bræði bjó,
brúna ljóst fyrir hliðin dró.

22.
Kvað sér ekki kostinn þann
komið hafa í sinnu rann,
þeygi gruna þengil vann,
þess að mundi óska hann.

23.
„Annað skyldir af mér fá“,
ansaði gramur og byrstist þá,
„hitt mig uggir trautt mun tjá
þó tregur gefi til þess já.

24.
En eg mun þó óska af þér,
afturkomu að þjóna mér,
fá skal ungur örva grér
æðstu ráð í landi hér.“

25.
Lands var greifinn lestir brands,
lundin næsta gladdist hans,
skjöldung lætur skjótt til sanns
skrifa bréf um héruðin lands.

26.
Gramur býður gull og fé
geira brjót skuli vera í té
eins og fylkir sjálfur sé,
sérhvör einn það láti ske.

27.
Marga þáði gjöf af gram,
greitt so þaðan venda nam,
heldur síðan ferðum fram
fljótt til Alexandríam.

28.
Bréfið kóngsins birtir þar
brjótur hrings sá randir skar,
greipar svell og Glæsis bar
gullhlaðs Njörði afhent var.

29.
Fjórtán tunnur gulls þá greitt,
grams af auði honum var veitt
og það allt sem um fékk beitt,
so ekki mátti skorta neitt.

30.
Öðlings niður um það bjó,
orma dún so leyndi þó,
salt fyrir báða botna sló,
beint voru ekki ráðin sljó.

31.
Stála grér til strandar gekk,
strauma hjört til leigu fékk,
stýrimann skips við ríkan rekk
ræða nam, hvörs lund var þekk.

32.
„Minn er knörinn búinn með band,
beint eg held í Próvins land,
ýtar bera þar orma sand,
akta þeir ekki um saltið grand.“

33.
„So má vera“, svinnur kvað
sveigir brands í annan stað,
„salt mitt láttu á siglu glað,
sjálfur skal eg hugsa um það.“

34.
Drengir stigu á dælu björn,
dreifðist blær yfir karfa tjörn,
heimsins vinda vakti örn,
voða ylgja fylgir gjörn.

35.
Kólgan reis við knörinn blá,
kastaði síðan landi frá,
gullu strengir, glumdi í rá,
ganginn tók að *vexa þá.

36.
Bylgjur stundu á laxa leið,
löðrið hvört á annað reið,
kembings vallar klofnar heið,
kjölurinn brattar öldur sneið.

37.
Lýðir síðan *lögi á
litla ey fyrir stafni sjá,
vinda að logni blíðu brá,
byrina tók að minnka þá.

38.
Firðar létu flaustur á sand,
festa náðu sigluband,
þar vill grams son ganga á land,
greitt mun vaxa rauna kland.

39.
Einn þá reika víða vann,
vil eg so greina atburð þann,
blómstur næsta fögur fann,
fljótt þar niður settist hann.

40.
Blómstrið eitt af öðrum bar,
öllum þeim, er stóðu þar,
harmur flaug um hyggju snar,
hjartað næsta sorgin skar.

41.
Líkt sem önnur liljan fín,
langt yfir önnur blómsturin skín,
eins og forðum auðar Lín,
aldrei mér sú minning dvín.
42.
Í þessum lengi þönkum sat,
þrunginn upp með rauna pat,
þar til svefninn sjónar fat
um síðir aftur hulið gat.

43.
Lítur út á lægis glað,
lágu neðan skeiða það,
mjög var lognið mjúkt í stað,
myrk kom nóttin höndum að.

44.
Sem nú bjartur bróðir seims
byrjaði sjón fyrir þjóðum heims,
lundar fundu öldu eims
aukast taka hræring geims.

45.
Hræsvelgs vængja veifði blær,
voðum þjóð úr böndum slær,
stjórnari skipsins fregnað fær
farþegi sinn sé ekki nær.

46.
Bátsmenn þegar hrópa hátt,
hann skuli þangað víkja brátt:
„Síst er hent að sofna dátt,
siglum vær þó dimm sé nátt.“

47.
Fast úr máta seggurinn svaf,
svör ei nein á mótí gaf,
þegnar létu þegar í haf,
þá hvarf nætur dimman af.

48.
Ránar drifnar dætur vers
drösulinn slógu síldar kers,
lagði hann á þær langs og þvers,
leið so mjúkt um völlinn skers.

49.
Ráðgast síðan rekka lið
Ránar meðan sigldu mið,
herrans góssi er hefði bið
hvör því skyldi taka við.

50.
Höldar sögðu að heilög mær
hljóta skuli eignir þær,
í Magelonskirkju menntaskær
mest af öllum lofið fær.

51.
Síðan létu siglu hind
sveima glatt í hægum vind,
þar til litu landsins mynd,
sem ljúfust réði menja lind.

52.
Atker þegar gáfu í grunn,
gengu í land af söltum unn,
sat þar fyrir sætan kunn,
er syrgir ungan hjörva runn.

53.
Henni þegar góssið galt
græðis hindar mengið snjallt,
það sem Pétur átti allt,
ýtar hugðu væri salt.

54.
Fríða síðan falda brú
fýsir um að vitja nú,
gullið finnur geðsöm frú,
gladdist næsta mikið sú.

55.
Þá lét húsum fjölga fríð,
fagurt sýndi klaustra smíð,
voluðum síðan safnar lýð.
sannlega var hún við þá blíð.

56.
En þó hennar bragðið blítt
blómin hýru sýndi títt,
sorgar kvöl fekk þeygi þítt,
þoldi löngum hjartað frítt.

57.
Greifinn lands og gullhlaðs lind
góða héldu dyggða mynd,
alla stund í Ímu vind
unnu dýrri bauga strind.

58.
Öllum reyndist ljúf í lund
liljan gulls á hvörri stund.
Hér má siðug gullhlaðs grund
geyma stirðan Viðrix fund.