Rímur af Oddi sterka – Önnur ríma – Skútuskak Odds sterka | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Oddi sterka 2

Rímur af Oddi sterka – Önnur ríma – Skútuskak Odds sterka

RÍMUR AF ODDI STERKA
Fyrsta ljóðlína:Liggur blár í logni sær
bls.166–168
Bragarháttur:Samhent – hringhent (hagkveðlingaháttur)
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Rímur
Rímur af Oddi sterka
Önnur ríma
Skútuskak Odds sterka

1.
Liggur blár í logni sær,
lítill gári steina þvær,
úfin bára byrðing slær,
boðinn hár til skýja nær.
2.
Oft í hári hangir fjör,
hóti fári bylgjan ör,
skýst á árum skriðfrár knör
skers á báru milli og vör.
3.
Gullnum bárum glitrar sær,
gullnum márinn vængjum slær.
Gullinhár er glóey hlær
gullnum árum húskarl rær.
4.
Söknuð blandast sveita ró,
sjómann stranda þráin dró.
Fimm á landi, sjö í sjó –
svo ber andinn krappann skó.

*

5.
Þegar á skútu fékk sér far
fyllirútum mjög af bar,
fiskihnút af færi skar,
frægur stútungsbani var.
6.
Gekk á svig við blað og bók,
bölv og digurmæli jók,
stútaði sig og struntu skók,
stórmannliga í nefið tók.
7.
Lét sig eggja aldrei par
út að leggja á kaldan mar,
hökuskeggið hárautt bar,
haldinn tveggja maki var.
8.
Fyrir hnísu og hákarl skók,
háf og lýsu veiddi á krók.
Þegar ýsan ekki tók
átti hann vísan blöndulók.
9.
Vék ei hæti vosi frá,
votur í fætur, einn, tvo, þrjá.
Heimasætum Ægis á
allar nætur lék sér þá.
10.
Drakk um lokin drengja mest,
dró í moki vænst og flest,
í stólparoki stóð sig best,
stýrði í þoku O–W.

*

11.
Yfir svala Sónar dröfn
sigli eg Dvalins skeið í höfn,
hitta skal, þótt nefni ei nöfn,
náhvals dala bríma Sjöfn.