Króka-Refs rímur – Sjöunda ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Króka-Refs rímur 7

Króka-Refs rímur – Sjöunda ríma

KRÓKA-REFS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Þrennar tvær eg taldi nær
bls.64–74
Bragarháttur:Ferskeytt – oddhent (frumstiklað) oddhending, stikla eða fegursta ljóð
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Rímur
1.
Þrennar tvær eg taldi nær
tregur úr sagnar bási.
Svinn og kœr hin siðuga mœr
sjöunda vill að rási.

2.
Óbreytt lag við orða slag
er mér hent að sýna.
Mjúkan brag og mærðar hag
mælsku brestur fína.

3.
Hyggjan kát og hœfilát
hýra skemmtan tjáði.
Rauna mát þá gefur að gát,
gamanið þverra náði.

4.
Hryggðar korg um hugarins torg
hulinn löngum geymdi.
Lœstist sorg í blíðu borg,
bragarins föngum gleymdi.

5.
Mótgangs tíð er mörgum stríð,
þá maður skal raunum gegna,
lundin þýð við ljóðasmíð
litlu kann að megna.

6.
Sorgin há þegar sœkir á,
þó sé hún þung að bera,
ekki má í eymd og þrá
of mjög hryggur vera.

7.
Það er rœtt, að þögn sé hætt
þjáðum lengi að halda.
Af þönkum mœtt kann þelið hrœtt
þjáning stœrri valda.

8.
Sorgar mátt úr sinnu gátt
senn er best að rýma,
við bragarins þátt, þó byrji smátt,
bölsins stytta tíma.

9.
Hrindum móð úr hyggju slóð,
hringa eikin skæra.
Oddhent Ijóð, hið unga fljóð,
œtla eg þér að fœra.


10.
Suðra far að sandi bar,
Suptungs hlaðið minni,
brotnaði þar, sem Þorgils var
þrotinn að ræðu sinni.

11.
Hæðnir menn, sem hér eg kenn,
höfðu lund so kalda,
skildu senn að skrafinu enn.
Þeir skulu þess seinna gjalda.

12.
Um hyggju sátur er horfinn grátur,
höldar gleði næra.
Bjarnar slátur bóndinn kátur
biður heim að færa.

13.
Rót öfundar ef að stundar,
afdrif vond mun kanna,
vopna Þundar, Þorgils kundar,
það skulu líka sanna.

14.
Bakmál ljót með lymsku hót
leiðir gjörðu smíða
Refi mót. Sú ræðan fljót
rann um byggðir víða.

15.
Sakaðan þeir sögðu hann
sendan af Ísaláði,
illsku mann og útkeyptan
með ítru Kraka sáði.

16.
Hátt so gekk um hoskan rekk
hæðnis málið þetta,
Refur fékk um ræðu bekk
róminn þann að frétta.

17.
Hetjan þýð í huga blíð
heyra lést það ekki.
Að skipasmíð á skjótri tíð
skundaði halurinn þekki.

18.
Byrðing þann að byggja vann
búinn með segl og reiða.
Enginn mann so mætan fann
á mjaldurs velli skeiða.

19.
Kvikfé flest úr máta mest
mjög um haustið felldi,
með öngan frest, það átti best,
út fyrir varning seldi.

20.
Búgarð sinn, so beint eg finn,
bændum falan veitti,
varninginn so verslaði inn,
visku ráða neytti.

21.
Skilur það á, sem skýri eg frá,
skuli hann bústað halda,
inn til sá kann fréttir fá,
sem féð á aftur að gjalda.

22.
Vaska menn sér valdi senn,
að vísu tólf má segja.
Þeir kunna enn með tyrfings tenn
törgu élið heyja.

23.
Beið um stund að laufa lund
í lagi þótti falla,
safnar mund og mektar fund
mánuði níu alla.

24.
Tíminn líður talinn fríður,
trú eg það sorgum hamli.
Til Refs kom þýður, þekkur og blíður,
Þormóður hinn gamli.
25.
Auðnu bann sá aldri fann
örva viðurinn stælti.
Kveðja vann hinn kaska mann
kátur og þanninn mælti:

26.
„Illum hljóm og orða róm
öldin gjörir að fleygja,
öfundar gróm með öngan sóm
að þér margir hneigja.

27.
Vorir vinir, vopna hlynir
verða löngum byrstir.
Þorgils synir sæmda linir
svoddan töluðu fyrstir.

28.
Eg hugðist, þá hlaustu fyrst
Helgu úr föður ranni,
seima Rist með sæmd og list
selt hafa dándismanni.

29.
Líst mér ótt að látir skjótt,
lundur grænna skjalda,
kímna drótt fyrir kallsið ljótt
á kroppi sínum gjalda.“

30.
„Fyrri ber að sjá að sér“,
kvað sviptir Fofnirs láða,
„en illverk þver að efna hér
eður öðrum þar til ráða.“

31.
Orðasægur endast hægur,
áfram stundir líða.
Runnu dægur, ráða frægur
Refur sest enn til smíða.

32.
Einn réð fal, sem innir tal,
eyðir gjöra hringa,
búinn skal í benja sal
bæði að slá og stinga.

33.
Stöngin greið var stinn og breið,
stáli hörðu bundin.
Benja seið sú brynjur sneið,
beittari varð ei fundin.

34.
Hetjan snör gekk hreystiör
heiman seint á degi.
Hringa bör hefur flein í för,
en fleiri vopnin eigi.

35.
Reikaði hljóður ráðagóður
Refur um nesið ysta,
þar til fróður, ferðamóður
fékk í Vík að gista.

36.
Síð um kveld þá sat við eld
sjálfur Þorgils gamli,
soðning felld um síðir velgd
sorgum trú eg hamli.

37.
Vitur, skjótur veiga njótur
víkur að elda ranni.
Spanga brjótur, spélinn, Ijótur,
spyr að komumanni.

38.
Sveigir stáls í sinni frjáls
sitt nam heiti greina.
Fullur táls var fimur til máls
fleygir mistilteina.

39.
„Reykjarglý var augum í“,
ansaði veitir hrekkja,
„má eg því af meinum frí
mennina varla þekkja.“

40.
Lygihræll í lyndi ódæll
lymsku náði hylja.
Kænn bað þræll hann kæmi sæll,
kvaðst það Refur vilja.

41.
Þorgils að nam þykja það,
þegninn lengi tefði,
erindin bað sér inna í stað,
ef þau nokkur hefði.

42.
Kempan fljót so kvað á mót:
„Kom eg þig að finna,
með blíðu hót þig bið um bót
fyrir bakmál sona þinna.“

43.
„Nær höfum vér“, að nadda grér
náði hraður frétta,
„sveigt að þér, það sómir ver,
seg oss allt af létta.“

44.
Ekki Refur orðin tefur,
eyðir stáls að bragði
andsvör gefur eins og krefur.
Aftur Þorgils sagði:

45.
„Ræður þær“, hann Þorgils hlær,
„þarftu ei aftur bera.
Orðin nær, sem innum vær,
ætla eg sönn að vera.“

46.
Refur fékk þá reiði smekk,
reisir spjótið viður.
Hjó hann rekk, so hjörinn gekk
úr herðum öllum niður.

47.
Þar lá snauður Þorgils dauður
þegar og firrtur anda.
Hefnda trauður, hvörgi blauður
hinn gekk ofan til stranda.

48.
Hafði mest í huga fest
halurinn fleira að starfa.
Nýtur sest, sá numdi flest,
í naustinu Þorgils arfa.

49.
Þar so beið og benja seið
beittan hjá sér lagði.
Dagurinn leið, af laxa heið
lýðir komu að bragði.

50.
Þorgils kundar fisks til fundar
far á æginn settu.
Ránar mundar röskvir Þundar
runnu að landi sléttu.

51.
Þengill snar í þörfum var,
þóttist dugnað rækja,
hvörgi spar hann hugði þar
hlunnana upp að sækja.

52.
Ránar ess mun rísa úr sess
Refur og högg nam veita.
Getið er þess, að Þengill prests
þyrfti ei framar leita.

53.
Firrtur lá hann fjörinu þá,
fækkuðu Þorgils synir.
Dimman há því megna má,
miður sjá við hinir.

54.
Þorsteinn skjótt á þann veg fljótt
þegar skaust á láði,
fór hann ótt og fetaði hljótt,
farvið bera náði.

55.
Refur að nam renna í stað
reiður senn að bragði,
sára nað hann sveiflar að,
segg í gegnutn lagði.

56.
Þorsteinn hátt með hljóða mátt
hinum réði greina:
„Flýið brátt, því farin er sátt,
forðið yður nú sveinar.

57.
Þengill hryggur höggvinn liggur,
horfinn önd og þegnum.“
Kvaðst og styggur stála Yggur
stunginn sjálfur í gegnum.

58.
Árar tvær hann Ormur fær,
ýtti þegar frá landi.
Ekki fjær þó aftur rær
Ullur hrings að sandi.

59.
Ýtar tveir, hann Ormur og Geir,
enn frá skipi gengu,
hugðu þeir sér hraða meir,
hvað þó ekki fengu.

60.
Ekki bar til bóta þar,
bræður mættu kífi.
Ráðasnar að Refur var,
rænti báða lífi.

61.
Heim að Hlíð kom hetjan þýð,
hefnda búinn krefja,
vekja lýð, þó væri síð,
vill ei lengi tefja.

62.
Skjótt að stund með skýra lund
skipar fólki mildu
besta mund á báru hund
bragnar færa skyldu.

63.
Öldin fróm meðan átti tóm,
iðju slíka nærði,
þrifnaðar blóm og Þjassa róm
þegar á skipið færði.

64.
Ránar glóð hin þýða þjóð
þar til náði bera,
að Dellings jóð nam drífa á slóð
dóttur Mundilfera.

65.
Ýtum þeim, er út á geim
ekki máttu halda,
hýran seim og hrannar eim
hratt nam Refur gjalda.

66.
Þakkar senn með þýðleik enn
þeirra stoð og beiddi
fróma menn um fylgin tvenn,
ef framar þar til neyddi.

67.
Sendi skjótt með svinnri drótt
seggurinn boð hinn kyrri,
að kappinn skjótt þar kæmi fljótt,
sem keypti landið fyrri.

68.
Fylgdi rekk á flæðar bekk
falda sólin ríka
lyndisþekk, og þar á gekk
Þormóður gamli líka.

69.
Synir þrír hjá seima Týr
sátu við lyfting klára.
Steinn var hýr og hugaskýr,
haldinn níu ára.

70.
Björn var einn í yndi hreinn,
ára sjö má letra,
Þormóður sveinn á sóma beinn,
sagður þriggja vetra.

71.
Drengir á stund um strauma hund
strengi leysa gjörðu,
lögðu á sund um laxa grund,
lýði bar frá jörðu.

72.
Hreyfðist mylgur, hafði dylgjur
Hræsvelgs stífinn andi,
strauma ylgur strauk um bylgjur,
stóð á hverju bandi.

73.
Reiðinn söng, en ránin löng
rann með knarrar stafni.
Sérhvör stöng við storma föng
stundi á Ægirs hrafni.

74.
Skeiðin klár með skraut í ár
Skeljungs fauk til láða
sem valurinn hnár, þá vindur stár
vængina undir báða.


75.
Svanninn hljóður, sinnis góður,
Suptungs annist minni,
Yggjar móður fundur ófróður
falli niður að sinni.