Baugabrot | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Baugabrot

Fyrsta ljóðlína:Uni ég nú við strit og stríð
bls.57-58
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Undir fyrirsögn stendur: (Minningar frá ýmsum tímum).
1.
Uni ég nú við strit og stríð,
stefni' að hinsta máti.
Líti ég yfir liðna tíð
liggur við ég gráti.
2.
Rakst ég snemma í ráðaþrot
rétta leið að finna.
Alltaf geymi' ég baugabrot
bernskudrauma minna.
3.
Fyrir glötuð æskuár
enginn greiðir bætur.
Vinalaus og vonafár
vakti margar nætur.
4.
Þótt mig lífið léki grátt
— lítill virtist gróði —
ég hef máski alltaf átt
ögn í sparisjóði.
5.
Ég gat látið særða sál
svífa milli blóma,
meðan heimska og hatursmál
háðu féránsdóma.