SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3041)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (40)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (6)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (36)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ég bið að heilsaFyrsta ljóðlína:Nú andar suðrið sæla vindum þýðum
Höfundur:Jónas Hallgrímsson
Heimild:KG 31 b IV. Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1844
Skýringar
Samið árið 1844. Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b IV ). Frumprentun í: Fjölnir 7. ár, 1844. Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Hér er farið eftir eiginhandarriti skáldsins: ![]() Um breytingar á kvæðinu eftir að Jónas lét það frá sér, sjá:
Nú andar suðrið sæla vindum þíðum,
á sjónum allar bárur smáar rísa þau flykkjast út að fögru landi Ísa-, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum um haf og land í drottins ást og friði, leiði þið, bárur! bát að fiskimiði, blási þið vindar hlýtt á kinnum fríðum. Söngvarinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer með fjaðrabliki háa vegarleysu í lágan dal, að kveða kvæðin þín, heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engill með húfu og grænan skúf, í peysu; þröstur minn góður! það er stúlkan mín. Athugagreinar
Hér er til samanbuðar hin „viðurkennda“ gerð kvæðisins sem birtist upphaflega í
Fjölni 1844 og síðari útgáfur hafa stuðst meir eða minna við: Nú andar suðrið sæla vindum þýðum, á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi Ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Ó! heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði; kyssi þið, bárur! bát á fiskimiði, blási þið, vindar! hlýtt á kinnum fríðum. Vorboðinn ljúfi! fuglinn trúr sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín! Heilsaðu einkum ef að fyrir ber engil með húfu og rauðan skúf, í peysu; þröstur minn góður! það er stúlkan mín. |