SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. Innskráning ritstjóra |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
SláttuvísaFyrsta ljóðlína:Fellur vel á velli
Höfundur:Jónas Hallgrímsson
Heimild:Fjölnir 1844. bls.28–29
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1843
Skýringar
Samið árið 1843. Tvö eiginhandarrit eru til. Hið fyrra er varðveitt á Landsbókasafni í [JS 129 fol: nokkur kvæði á lausum blöðum, komin úr fórum Brynjólfs Péturssonar] handritasafni Jóns Sigurðssonar (JS 129 fol.). Hið síðara er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b V). Frumprentun í Fjölni, 7. ár, 1844. Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Fyrirsögn: „Sláttuvísur“]. Heimild fyrir skýringum: jonashallgrimsson.is.
Sláttuvísa
1. Fellur vel á velliverkið karli sterkum, syngur enn á engi eggjuð spík og rýkur grasið grænt á mosa, grundin þýtur undir, blómin bíða dóminn, bítur ljár í skára.
2. Gimbill gúla þembir,gleður sig og kveður: „Veit ég, þegar vetur vakir, inn af klaka hnífill heim úr drífu harður kemst á garða, góðir verða gróðar gefnir sauðarefni“.
3. Glymur ljárinn, gaman!grundin þýtur undir, hreyfir sig í hófi hrífan létt mér ettir, heft er hönd á skafti, höndin ljósrar drósar. Eltu! áfram haltu! ekki nær mér, kæra!
4. Arfi lýtur orfi,allar rósir falla, stutta lífið styttir sterkur karl í verki, heft er lönd á skafti, hrífan Iétt mér ettir. Glymur Ijárinn, gaman! grundin þýtur undir. |