Jóhönnuraunir – önnur ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jóhönnuraunir 2

Jóhönnuraunir – önnur ríma

JÓHÖNNURAUNIR
Fyrsta ljóðlína:Enn vill fljúga haukur Hárs um Hnikars sundin
bls.12–18
Bragarháttur:Braghent – baksneitt eða braghenda baksneidd
Bragarháttur:Braghent – baksneitt í áherslulið
Viðm.ártal:≈ 1775
Flokkur:Rímur
1.
Enn vill fljúga haukur Hárs um Hnikars sundin,
sem hann væri sískjöktandi,
samur og jafn, það er hans vandi.
2.
Sest eg niður á bragarbekkinn bögu að smíða
eins og hefði' eg lag til ljóða
og lífsins brunna svölun góða.
3.
Það er ekki – því er miður! – það eg kunni,
vil eg þó bjóða múgamönnum
mjöðinn góða Týrs úr könnum.
4.
Tæma sómir þessar því og þuluna læra,
af því helst hún á að vera
öls-teyganda gamla héra.

* * *

5.
Fjaðrakvikur fuglinn hramma flugið missti
sem hilmis bölið hjartað nísti
og hugarkvöl að brjósti þrýsti.
6.
Saknar dóttur, segir hann þá, þó sökin grófa
stór sú væri án alls efa,
eg hana mátti vel tilgefa.
7.
Harmatölur hilmis ekki hirði' eg segja
betra fyrri var að vægja
og verðskuldaða sök að lægja.
8.
Læt eg næring nöldra sér fyrst nennir eigi
yfir harmi þungum þegja;
af þöllu líns eg verð að segja.
9.
Á skóga og heiðar skundar nú sú skorðan fata,
sín þó biður Guð að gæta
gráti vafin angráð sæta.
10.
Mögnuð villa meinum veldur menja Hlakkar,
epli og ber af eikum plokkar,
allir trosna skór og sokkar.
11.
Kvistaviður klúta skorðar klæðin rífur,
enga fæðu aðra hefur
utan þá sem skógurinn gefur.
12.
Kuldi, sultur, sút og þreyta snót réð beygja,
þar með náði þunginn lýja,
þó komst hún til Normandía.
13.
Á kotbæ einum skammt frá skógi skorð gulls áði.
Hjón fátæk þar höfðu næði,
henni veittu föt og klæði.
14.
Bauðst í staðinn þeim að þjóna þorna selja.
Þau það kváðust þiggja vilja,
það afréði hringa þilja.
15.
Að búsmala gæta gjörði Gefnin hringa.
Vögusíð þó væri að ganga,
vel fór það fyri lindi spanga.
16.
Mæður lamba léku í kring með lofni væna,
sinn þær réttu' að seimgrund kana,
sauðirnir fóru' að elska hana.
17.
Út á skóginn og heim aftur eftir henni
allar saman ærnar renna
eins og þættust hana kenna.
18.
Öllum dögum yfir þeim situr Ægis funa
eikin, því hún undi ei heima,
óglaðvært var lindi seima.
19.
Nokkra vikna tíma tala tók svo réna,
við ærnar nam sér ein að una
umhirðandi fjárgeymsluna.
20.
Á einum degi úti í skógnum enn svo skeði,
að því kom hún átti að fæða
og jóðsóttin tók að mæða.
21.
Fenhrings-banda-funa sjúk þá fríðust kvinna
sveinbarn fæðir kvöl þó kenni,
Kristur sá þá til með henni.
22.
Krafturinn hæsti, klár og hreinn, það kunni gefa
í þeirri hættu heiðurs vífi,
að hverttveggja hélt sínu lífi.
23.
Sveininn fagra síðan reifar sólin tvinna,
nærði mjúkt á mjólk af munni,
með það faldi í einum runni.
24.
Um kveld með hvíldum kom heim ánum, krankleik duldi
en megnaði ekki foldin falda
með féð aftur til skógar halda.
25.
Þá röðuls fagrir geislar gylltu græna runna
hugðist skyldi hýrust kvinna
hugarsjúkust barnið finna.
26.
Sem hún kom í sama stað að sögðum runni
burt var sveinninn horfinn henni,
hryggð og mæða brjóstið spennir.
27.
Að sölum Gríðar svo nam þrýsta sorgar gúður,
í óvit hvert af öðru líður,
alltnær sprunginn ristill fríður.
28.
Þulur harma þess á milli þorngrund ræðir,
óskandi sér einatt dauða,
ófær til að gæta sauða.
29.
Í ráðleysinu hélt svo heim til híbýlanna,
aumka hjónin Lofn beðs linna,
sem leyndi orsök harma sinna.
30.
Að ráðum hjóna ráfar þaðan raun sem pínir,
og komst svo inn í klaustri einu
kafhlaðin af súta-meinum.
31.
Hlýðug þjónar helgum lýð, í heiðri situr,
ætíð metin betur og betur.
Brúðurin var þar fimmtán vetur.
32.
Fræið tungu fýkur mitt í fleiri staði.
Við sama skóginn svo þá skeði
sonnabendir húsum réði.
33.
Hvessings leika njótur nýtur nefnist Ibe,
en að heiti Antonía
er hans foldin ljóma dýja.
34.
Efnagóður, gott á bú, sá geymir skjóma.
Þerna ein var hjá þeim heima,
hún átti og fé að geyma.
35.
Henni eitt sinn hvarf allt féð svo hvergi finnur.
Leitaði víða lúinn svanni
lengi og vel með dyggða sanni.
36.
En fyrir það ærnar finnur öllu síður
heim því ristill heldur greiður;
hér af varð nú bóndinn reiður.
37.
Það latmennska þykir mér nam þegninn svara,
í nálægð féð mun víst þó vera,
verð eg sjálfur leit að gera.
38.
Bússráðandi býr sig nú á brautir skóga
og leitaði alla vega
að sauðunum smásmugulega.
39.
Sínar þó hvergi seggurinn finnur sauðakindur;
allan daginn út svo skundar
ýmsar leiðir hléþangs grundar.

40.
Fólann Jólnis fela skal í fræða bóli.
Hylur fálu kvæðis kulið,
kylur málið æðis dulið.