Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Heiðra vilda eg helgan Krist | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heiðra vilda eg helgan Krist

Fyrsta ljóðlína:Heiðra vilda eg helgan Krist
bls.141
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBcBcB
Viðm.ártal:≈ 1400–1550
Tímasetning:148
Flokkur:Helgikvæði
1.
Heiðra vilda eg helgan Krist
hátt í nýjum óði,
so eg fái þá ljóðalist
að líki helgu fljóði.
Höldar bið eg að hlýði til,
hér þó skyldan bjóði,
hversu að mætri menja Bil
Máría bjargaði í hljóði.
2.
Byrja eg óð um burgeis þann
er byggir út í Róma,
þeirrar frúr hefur fengið hann,
*fullvel vissi sóma.
Bæði hafa þau trausta trú
að tempra helga dóma.
Þjóna guði þessi hjú
þar með ást og blóma.
3.
Þeim var alls kyns auðnan veitt,
auður með dýrum seimi,
varla frá eg þau vanta neitt
það verða mátti í heimi.
Bóndinn var frá blíðu vendr
burt frá sorgar *keimi,
býttu þau á báðar hendr
björtum flæðar eimi.
4.
Það hefi eg frétt hún fæddi svein,
frú með öllum blóma,
þá var hóf og hátíð ein
haldin vel í Róma,
rauðu gulli ríki mann
reifði herra fróma,
í veislu dýrri veitti hann,
vegurinn stóð með sóma.
5.
Ríki mann og refla Ná,
rétt í hverju beini,
og so allir út í frá
unna þessum sveini.
Gáir nú herrann geysi lítt
guðs í hyggju steini,
uns hann kennir afbrot sitt,
iðrast nú sem eg greini.
6.
„Fýsir mig að fara í klaustr
og furðu margt að bæta,
og so langt í löndin austr
ef lofar þú mér það, sæta.
*„Styrkt á þau enu ríku ráð“,
segir refla foldin mæta.
Bóndinn skilst við bauga láð,
hann bað sín Jesús gæta.
7.
Lauka grund um langa stund,
léttir ei votum hvarmi,
sjaldan þiggur seima grund
svefn fyrir sárum harmi.
Lætur hún þann enn ljúfa svein
liggja sér á armi.
Vex hann upp hjá vella rein
vafinn í sifja karmi.
8.
Nógu unnust mæðgin mjög,
mælt var slíkt í hljóði,
gáðu lítt um landsins lög,
liggur hann enn hjá fljóði.
Hafa þau kos[s[ og hvers kyns leik,
heita má slíkt vóði,
hörmuliga var hringa eik
hafandi brátt að jóði.
9.
Svanninn lét að sínum búk
semja rúmlig klæði.
Kemur þar enn að hún er sjúk
og hefur kvennaæði,
Bráðliga fæddi barn í heim,
birtir þanninn fræði,
sáran dauða sveini þeim,
svanninn veitti af bræði.
10.
Seima þöll til salernis gekk,
sár var hennar iðja.
Vífið niður í vondan þrekk,
hún varpar sínum niðja.
Nú er það leynt fyrir lýðum enn,
so enginn má því kviðja.
Skaparinn *geymi skírða menn,
skylt er slíks að biðja.
11.
Var sá nær er villti um frú,
er verstur er óvin manna, –
skrattinn hlær og skelkir nú,
skamma vill hann svanna.
Hann veit öngva hjálpar vón
að hennar sál megi kanna,
ætlar frú með eilíft tjón
allar bjargir banna.
12.
Pelli klæðist púkinn sterkr,
plagar sig feldi linna,
býst hann um sem burðigur klerkr
*Rómaborg að finna.
Heilsar þá með heiður og mekt
á herrans garpa svinna.
Mönnum líst hans meiri spekt
en megi þeir slík‹an› finna.
13.
Rekkum virðist ráð hans allt
rétt í miðja prýði,
hversu hann kvaddi keisarann snjallt,
kynja frá eg það lýði,
spurði síðan mektarmann
mjög þó að enginn trýði,
hvaðan úr veröldu væri hann,
veldið sitt hann flýði.
14.
„Eg er einn klerkur og kann svo margt
ef kappar vilja neyta.
Læt eg ei við lýði spart
listuga mennt að þreyta.
Mig fær enginn löstum leynt
ef ljótliga margir breyta,
þó mun *þetta verða reynt,
það vil eg fólki skeyta.“
15.
„Hefi eg vissu af *hverjum *þjóf
ef hölda gjörir að pretta,
hér skal *koma til sannligt próf
við sjálfa yður um þetta.
Þeir skulu færa þegnum aftur
og þora ei um að *kretta,
gefinn er mér sá guðdómskraftr,
gjörvalt veit eg þetta.“
16.
Fantinn lofaði fólkið snjallt,
fannst sá enginn er þagði,
þanninn virtist þegnum allt
hvað þessi klerkurinn sagði.
Hver sá peningur horfinn var,
hann kom aftur að bragði,
stuldur allur stöðvast þar
en styrjöld niður lagði.
17.
Nú er það rétt um Rómaborg,
rán og stuldir létta,
spyrst það upp um spektartorg
að spámaður sé þetta.
Sá sté upp í hilmishöll
er hugsar flærð og pretta,
ætlar nýtri nistils þöll,
nú skuli hefndin detta.
18.
Köllus nú í klerksins mynd
kjafta lætur þjóta,
framinn er hér svo ferlig synd,
fáir munu slíka brjóta.
Steypast mundi staðurinn fram
og stillir dauðann hljóta,
nema honum hlífi *hlýrna gramr,
hans mun borgin njóta.
19.
Miskunn guðs er mikil og sterk,
eg má hana gjörla inna,
hversu hann þolir þau vondslig verk
og vill þeim ekki sinna.
Kertabrík þér kallið hér
Kristi dýrðir vinna,
hún er nú helst með sjálfri sér,
sárust allra kvinna.
20.
Hörmulig eru hennar brögð,
hann réð slíkt að greina,
þau lét garpurinn gjörvöll sögð,
gjarn til stríðs og meina.
Mönnum þótti hann mæla undr
við menja þöllu hreina,
hér leit enginn auðar lundr
æðri kvinnu neina.
21.
Þó þér hyggið hringa lín
helga vera í lífi,
rjúfast eigi orðin mín,
ekki er gott með vífi,
vil eg nú fyrst hún verndi sig
með vænum orðaknífi,
guðsson mildur grunar það mig,
get eg henni ekki hlífi.
22.
Rjúfist þetta eð mikla mál
um menja þöll í höllu,
bið eg að kappar kyndi bál
og kasti á hringa þöllu.
Verði þetta að ljótri lygð
lýsi eg fólki snjöllu,
skal eg þá bundinn beint með styggð
og brenndur hér með öllu.
23.
Keisarinn gjörir sem klerkurinn býðr
og kallar þangað svanna,
allur fagnar landsins lýðr
lindi greipar fanna.
„Hér er sá maður“, kvað hilmir ríkr,
„hann veit allt eð sanna,
og þeim greinum að þér víkr
að oss er skylt að kanna.
24.
Hafir þú gjört þínum guði í mót,
gakk þig skjótt að játa,
elligar fær þig undan, snót.“
Auðþöll svarar enn káta:
„Ei svo skjótt, minn öðling mætr,
andsvör hlaupa láta,
gef mér frest um fjórar nætr“.
Fylkir vill því játa.“
25.
Seima hrund í samri stund
seggir lúðu merka,
pells kom rist á páfafund,
plagar sér iðrun sterka,
sagði allt eð sanna frá
til sinna aumra verka,
þá tók björtust bauga Ná
brjóstið sitt að lerka.
26.
Reytir hár sitt refla þöll
og rífur af sér klæði,
vella skorðin vöknar öll
í votri táraflæði,
hennar klökknar hjartans höll
af harðri sút og mæði,
því hann sér og greinir glöggt
að grimmligt hefur hún æði.
27.
Páfinn talar með prýði og gift
postuligur í sæti:
„Þú skalt öllum syndum svift,
svanninn, fá þú kæti,
öðlast skaltu annars heims
alls kyns dýrð og mæti,
andar þinnar, seljan seims,
sólarkóngurinn gæti.
28.
Nistils grund á nefndri stund
niflungs vitjar hallar,
allir fagna auðar Hrund,
einninn konur sem kallar.
Fyrðum þótti frúin að sjá,
fegri en linna pallar.
Á þá hvítu hringa Ná
horfa þjóðir allar.
29.
Kappar eggja klerkinn brátt:
„Komin er skikkju Nanna,
ber þú fram um gullas gátt
ef glæpinn máttu sanna,
miklu vartu fúsari fyrr
frúinnar löst að kanna.“
Er þá klerkurinn hljóður og kyrr
og horfir upp á svanna.
30.
Kappar eggja klerkinn fast,
kynni hann þó að neita:
„Eg má hvorki orð né last
eða nokkurn framburð veita,
hér er sú komin er hjálpar snót,
himna brúðurin teita.
Tjáir mér ekki mögla á mót,
mun eg ei við það leita.
31.
Máría bjargar menja Rist,
mjög er hún drjúg í ráðum,
seima þöll er sátt við Krist
og sé eg ei við þeim báðum.
Allir hafa þeir ærið traust
er elska þau með dáðum,
því verð eg að láta laust
að línþöll situr í náðum.“
32.
Seggir gjörðu signaðan kross,
síðan réðu að mæla:
„Herra Jesús hjálpi oss
og himna brúður en sæla.“ –
Skrattinn hvarf frá skikkju lind
þá skýra vildi tæla,
jafnt sem *ryki í ramman vind
reykjarduft eða svæla.
33.
Lofum hélt upp lýðasveit
og lofuðu drottinn þjóða
og þá mey sem allgott veit
og megnar allt eð góða.
Lofaður guð fyrir líkn og kross,
þú legg oss ei fyrir róða,
blessuð Máría, bragna Hnoss,
bjargi öllum frá vóða.
34.
Heimurinn allur, hann er svo ríkr,
henni *krýpur að ristum,
fyrr né síðar finnst ei slík
frúin að himnavistum,
full með dýrð *og fegri en sól
og fruktuð öllum listum,
af því prýddust öndverð jól
að Jesúm fæddi hún Christum.
35.
Ólafssonur um auðar Bil
ort hefur þetta fræði.
Næsta ber oss nauðsyn til
að nema svo ágætt kvæði.
Heiðrum bjarta himnafrú,
hrindum sút og mæði,
vér mektum allir Máríu nú,
munum þá hreppa gæði.
36.
Dugi þú þeim er diktinn kvað,
drottinn himins og landa,
svo hann hljóti hvíldarstað,
honum megi ekki granda.
Þó er enn meiri mildi og dýrð
og miskunn heilags anda
en hún verði skötnum skýrð,
skilji oss burt frá fjanda.
37.
Máría hjálpi oss, mild og skýr,
mæt frá púkans valdi,
beint sem þessari bauga Týr,
þú bjargaðir af syndavaldi.
Þó eigi sé eg verðugur þess
að vera í þínu haldi,
minnist allir Máríuvers
með mjúku elskugjaldi.
Amen.


Athugagreinar

Lesbrigði:
2.4 fullvel vissi] < full af list ok AM 713 4to (virðist leiðrétt svo í sjálfu handritinu).
3.6 keimi] < heimi AM 713 4to (uppástunga JH til leiðréttingar).
6.5 Styrkt á] < styrkta AM 713 4to (uppástunga JH til leiðréttingar).
10.
7 geymi] < geymir AM 713 4to (uppástunga JH til leiðréttingar).
12.4 Rómaborg] (Trúlega hefur skáldið haft ’borgina Róm’ en eða eitthvað því um líkt vegna stuðlasetningar KE).
14.
7 þetta verða] AM 713 4to (rétt stuðlasetning fæst með því að víxla orðunum ’þetta’ og ’verða’).
15.1 hverjum þjóf] < huerre þiod AM 713 4to (JH).
15.3 koma til] AM 713 4to (ef til vill villa fyrir ’sýna’ eða eitthvað því um líkt vega stuðlasetningar JH)
15.6 kretta] < kritta AM 713 4to (JH).
18.7 hlýrna] < hlýrnar AM 713 4to (JH) (hlýrn = himintungl).
19.8 kvinna] < kuenna AM 713 4to (leiðrétt vegna ríms JH).
32.7 ryki] < fyke AM 713 4to (leiðrétt vegna stuðlasetningar JH).
34.2 krýpur] < kriypur AM 713 4to (JH).
34.5 og] vantar í AM 713 4to (bætt við vegna kveðandi JH).