Fimmtándi apríl | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fimmtándi apríl

Fyrsta ljóðlína:Vér blessum þann dag, er landið varð laust
bls.120
Bragarháttur:Sex línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaBcc
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1904

Skýringar

Undir titli stendur: „(Sungið á skemmtisamkomu skólapita 1904)“
1.
Vér blessum þann dag, þegar landið varð laust
úr læðing, sem þrengdi því sárast,
þann dag, er vér öðluðumst aftur vort traust
á oss og vér hættum – að tárast.
En langvinn var þraut vor og margfalt vort mein
og meira sem þurfti en að velta þeim stein.
2.
Vor þjóð hefur átt marga ágæta stund,
en óhappadagana fleiri.
Ég veit ekki, hvort hún er vöknuð af blund,
en víst er, að skíman er meiri.
Þó kafþykkt sé loftið í austurátt enn,
er ugglaust, að sólskinið kemur þó senn.
3.
Vér lifum í von og vér lifum í trú,
að landið sinn blómferil eigi.
En vort er það hlutverk að byggja því brú
og bæta þess framtíðarvegi,
því kynslóðin unga skal hefja þess hag.
Af hjarta vér lofum því allir í dag.