Bára blá | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bára blá

Fyrsta ljóðlína:Bára blá
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Bára blá
að bjargi stígur,
og bjargi undir deyr,
Bára blá!
Drynjandi’ að sér Dröfn þig sýgur,
í djúpið væra brátt þú hnígur,
í Drafnarskaut og deyr.
2.
Bára blá!
þín andvörp undir
andi tekur minn.
Bára blá!
Allar þínar ævistundir
eru þínar dauðastundir. –
Við bjarg er bani þinn.