Jóhönnuraunir – fyrsta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jóhönnuraunir 1

Jóhönnuraunir – fyrsta ríma

JÓHÖNNURAUNIR
Fyrsta ljóðlína:Uppheims rósa lagar lind
bls.7–12
Bragarháttur:Ferskeytt – Víxlhent, frumaukrímað. Fléttubönd.
Bragarháttur:Ferskeytt – víxlhent (frumhendingalag)
Viðm.ártal:≈ 1775
Flokkur:Rímur

Skýringar

Fyrsta vísan er undir dýrari hættinum.
1.
Uppheims rósar lagar lind
læt eg mengi svala
og mærðar ljósa haga hind
höldum lengi fala.
2.
Bráða kverni soltnir sér
sjúga af Rögnis víni;
báðir ernir Herjans hér
hlakka flognir mínir.
3.
Fylli rosta léðna lóns
Lóðins smíða' eg höldum;
snilli kosta séðna Sóns
soðna býð eg öldum.
4.
Vani kvelda' víða er sá,
versin sauma saman
nær sjónar elda blíða brá
byrgir drauma gaman.
5.
Ef á kvöldin myrkrið má
megnan þunga færa
dverga gjöldin hljóða há
hlýrann drunga særa.
6.
Dimmu grandi sorga senn
svipta þjóðir bögur;
svefns í landi yndið enn
ala hljóðin fögur.
7.
Rúms þá gnæfir rökkvað tjald
Rögnis beðju dökkva
óma hæfir auga gjald,
ýta gleðji klökkva.
8.
Hver ein jarðar heilnæm lind
hingað dropa veiti
öll svo hjarðar kynjuð kind
krafta sopa neyti.
9.
Fæðist blóma hjalið hreint,
hugarins bólið glansi,
glæðist ljóma talið treint,
tungu hjólið dansi.
10.
Eimsins duni söngur sá,
sjór og fjöllin hríni;
heimsins uni eyra á,
álfar og fjöllin blíni.
11.
Vilji' ei færa hæða her
hróður sæmdar máli,
nauðugur særa fljótt eg fer
fyrirdæmdar sálir.
12.
Ef ei kosin Helblinds hirð
helgar ræðu sundin,
brennd og frosin standi stirð,
stegld og mæðu bundin.
13.
Þó stór-kvala óski enn
og það hirtast megi
Viðris sala verjar senn
við mig firtast eigi.
14.
Dverga heiti' eg hurði á
horfinn bræði-orðum,
Kvásis sveiti æski á
eins nú blæði' og forðum.
15.
Fyrst Gunnlaðar geymslu ranns
grugg er hulið kera
uppþornaðar æðar hans
ætla eg skuli vera.
16.
Grér! mér ljáðu farið frítt,
Fjalar árum hagi,
Gustur! kljáðu seglið sítt,
Suðri bárur lagi.
17.
Möndull stoði stjórnar-blað,
styrki Reginn keipa,
Litar troði í leka-stað
læt eg fleyið hleypa.
18.
Báru dýrsins skammvint skrið
*skjótt af detta nemur,
ævintýrsins upphafið
eftir þetta kemur.

* * *

19.
Tilbar þetta tíma þann
– tjáir letrið skíra
þá Hlöðver sétti hilmir vann
heimsins setri að stýra.
20.
Sagan talað suður af Frans
svo með orðum getur
Portúgalía sé til sanns,
samlönd forðum hétu.
21.
Þessu stýra ríki réð
ræsir um það leyti,
virðing dýra' og valdi með,
Vilhjálmur að heiti.
22.
Sterkur, vitur, forprís fann,
frægur landa-gætir,
í *Lisbon situr, æru ann,
með allrahanda mæti.
23.
Einkadætur átti tvær,
artugar rósir glansa,
fagrar sætur þóttu þær,
þaktar ljósi kransa.
24.
Gvilhelmína eldri er
elda sjóar nanna,
eisu Rínar alskír hér,
yngri hét Jóhanna.
25.
Landa bólið fegri' að fregn
fljóð ei sýna mátti.
Spaníu sjóli gæfugegn
Gvilhelmínu átti.
26.
Yngra sprundið afbragðs frítt
eftir var hjá sjóla,
vel sér undi hæruhlýtt
hretið svara stóla.
27.
Gróttu sanda lystug Lofn
ljúf og geðblíð þótti.
Jöfurs landa ástar ofn
unni fríðri dóttir.
28.
Þar smá-sveina þengill lét
þjóna' í afreksstandi,
þeirra eini horskur hét
halurinn Alexander.
29.
Vísirs dóttur viðfeldinn
var sá klóta-bendir.
Ástar gnótta eldinn sinn
aftur á mót hún sendi.
30.
Gamni leika mörgu með
meyjuna kætti unga,
klæða eikar gladdi geð,
girndar rætti drunga.
31.
Fram svo teygja tímar tal,
tíðir skarta æsku,
unni meyjan ungum hal
með allri hjartagæsku.
32.
Gott eg met á gamni rof;
greint er svo við bæri
að hún léti hann leika um of
leynt þó með það færi.
33.
Elskan hjarði í yndis þey,
af henni dró þá vafa;
ólétt varð hin unga mey
– oft má nóg við hafa.
34.
Of nasvísir narrarner
njósnuðu – slíkt er vandi. –
Það auglýsa þengli fer
þjóðin síslaðrandi.
35.
Hryggur og reiður hilmir var,
heiftin nasir fyllti,
og um leið sitt ekki par
orðamasið stillti.
36.
Reynist málið svoddan satt
– sagði skýfir randa –
þá skal bálið hennar hratt
holdi og lífi granda.
37.
Vel má játa vífið mér,
hver volkaði beldinn hana;
þann vil eg láta þrælinn hér
þola' í eldi bana.
38.
Aftur báru öðlings svör
ýtar bjarta kvendi;
hræðslu sára eitruð ör
inn í hjartað renndi.
39.
Tryggða-banda tróðan svinn,
trú sem vera skyldi,
Alexandrum ekki sinn
opinbera vildi.
40.
Nauða standið nísti hast
nú að vífi fínu.
Dauðans bandið fýstist fast
fitja að lífi sínu.
41.
Þá njörfa jóðið Hlýrnis hvel
hjúpaði treflum skugga
unga fljóðið heiftugt hel
hugsar að efla og brugga.
42.
Hræddist marar blossa Bil
buðlungs svörin þungu;
læddist þara tjarnar til,
að tapa fjöri ungu.
43.
Þá greip hana sorgar són
sár með grönd um stundir;
sá hún gana sævar ljón
seglum þöndum undir.
44.
Grunnleið lallar gammur unns
svo gjörla hjala mátti,
af landi, kalla á hestinn hlunns,
hvað sem tala átti.
45.
Hrópar fljóð á brjóta brands,
beiddi að orðum hlera;
en sú þjóð kvaðst út af Frans
í kaupferðum vera.
46.
„Beiði eg fína þessa þjóð“,
þá tér sprundið hýra,
„greiðið mína för um flóð
á Frakka grundu dýra.
47.
Á eg margan frænda' í Frans
og foreldra lifandi.“
Linna að bjarga kvista-krans
kugginum héldu að landi.
48.
Gekk svo mær á göltinn Hlés
gróin tára-blandi.
Skúfur fær að skrölta trés,
skautin Kári þandi.
49.
Jók dynfari glamma gný,
gusaði blóði hafla;
tók naglfari að þramma því
þusuðu jóðin skafla.
50.
Voðir glennti vargur geims
vana að jöfnum sínum
þar til lentu lundar seims
loks í höfnum fínum.
51.
Rínar bjarma rós af fley
rann með sútir nógar;
sína harma sagði ei,
svo hvarf út á skóga.
52.
Liljan fríða leyndum með,
löguð dáða sanni,
ókennd víða ráfa réð,
reisu-þjáður svanni.
53.
Meiri er von um menja Lín
mærðar talið bíði;
heim í Lisbon heldur mín
Hnikars svala skríði.
54.
Skipar að kalla þengill þá
þýða klútna tróðu,
því hjartans allar æðar á
öðling þrútnar stóðu.
55.
Þegnar gripu þá í tómt,
þóttust vinar missa.
Burtu nipurt fljóð er frómt;
fylkir situr hissa.
56.
Öldin leitar borg og bý,
brautir lands og keldur,
foldarreita, díki, dý,
drósin fannst ei heldur.
57.
Hilmis gruni beygir böl,
bila hroka gnóttir,
að hana' muni ala í dvöl
Alblá Lokadóttir.
58.
Grimmdar hárrar reiði rann,
raunar bar sá parta;
iðrast sárra orða hann,
elskan skar þá hjarta.
59.
„Héðan af blíða sé eg síst
sólu lífs á svæði,
hrund er fríða horfin víst,
hulin kífs í mæði.
60.
Ef það vinnur einhver til
aukning rauna bóta,
að marar finnur blossa Bil,
best skal launa njóta.“
61.
Prjálið hljóða minnka má,
malið á efna tölum.
Málið ljóða endast á,
alið í svefna dölum.


Athugagreinar

18.2 skjótr] > skjótt í 3. útg. í Reykjavík 1904.
22.3 „Lisbon sive Lissibon, re*ctius Ulyssipons vocatur, því sagt er að Ulysses hafi löndin samtengt með því að gjöra brú yfir þær 42 eyar er þar láu.“