Fjórtán ára | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fjórtán ára

Fyrsta ljóðlína:Ljúfasta fegurð fljóða
bls.6
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Ástarljóð
1.
Ljúfasta fegurð fljóða!
fegursta blómið mitt!
Ó, að ég mætti una
við ódáins-brosið þitt!
2.
Séð hefi’ svanna fríða,
sá aldrei líka þinn,
angandi æskublómið!
ódáinsgeislinn minn!
3.
Leiki þér allt í lyndi,
ljúfasta barnið mitt!
Og láttu ekki sorpið sverta
syndlausa brosið þitt!