Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Heimfýsi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heimfýsi

Fyrsta ljóðlína:Fagurt var kvöldið í friðsælum lund
bls.117
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Fagurt var kvöldið í friðsælum lund,
fagurt var suðrið hið varma.
Sá ég þar ótal hin svarteygu sprund,
snjóhvíta fætur og arma.
Annað mér samt í öndinni skein,
unni ég hvergi þar silkirein.
2.
Hetjurnar frægu á fornmanna grund
fundu að hjarta mér leiðir;
heiðurinn fagur um hauður og sund,
Helíkons lindir og meiðir.
Ó hvað ég ann þér, hin aldna tíð,
innsett og helguð af frjálsum lýð.
3.
Ó hvað ég ann þér, mitt ljúfasta land,
leit ég þar fyrst mína daga.
Aldan þar hljómar við ægisand,
eilíf og fræg er þín saga.
Saga þér bendir, og sætt hún hlær –
á sigrinum frelsið og veldið grær.