Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Kanada | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kanada

Fyrsta ljóðlína:Menn trúðu því forðum, um straumbarða strönd
bls.155
Bragarháttur:Sex línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaBcc
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1899

Skýringar

Undir titli stendur: „Íslendinga-dags minni“
Menn trúðu því forðum, um straum-barða strönd
þó stormurinn heima við bryti,
að fjarst út’ í vestrinu lægju þó lönd
þar logn eða sólskin ei þryti,
því þar hefði árgæskan friðland sér fest
og frelsið og mannúðin — alt sem er best.

Þeim lét ekki sigling, en hugsuðu hátt;
við hafið þeir dreymandi stóðu,
er sól hné að viði i vestrinu lágt
í vorkvöldsins blárökkur-móðu,
þá von manns og langanir líða með blæ
í lognsléttan, sólgylltan, víðfaðman sæ.

Þó enn flæði höf þau sem aðskildu lönd,
er auðfarin leið yfir sæinn.
Og Markland vort, Kanada, hug sinn og hönd
þér heimurinn rétti yfir æginn.
En Hellenum aðeins i óð gastu birst —
en íslenskum sæ-konung bauðstu þig fyrst.

Og enn rennir von manna augunum þreytt
að austan, um þig til að dreyma —
þú góð reyndist öllum sem unna þér heitt,
sem eiga hér munuð og heima.
Og alt á þér rætist og rót geti fest
sem reikula manns-andann dreymt hefir best!