Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Sólarlag | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sólarlag

Fyrsta ljóðlína:Sólin ilmar af eldi
bls.227
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Sólin ilmar af eldi
>allan guðslangan daginn,
faðmar að sér hvert einasta blóm,
>andar logni yfir sænn.
2.
En þegar kvöldið er komið,
>og kuldinn úr hafinu stígur,
þá kastar hún brandi á bláloftsins tjöld
>og blóðug í logana hnígur.
3.
Nóttin flýgur og flýgur
>föl yfir himinbogann.
Myrkrinu eys hún á eldbrunnin tjöld,
>eys því sem vatni yfir logann.
4.
Föl og grátin hún gengur,
>geislanna í blómunum leitar.
– Enginn í öllum þeim eilífa geim
>elskaði sólina heitar.