Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Rammislagur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rammislagur

Fyrsta ljóðlína:Grána kampar græði á
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda
Viðm.ártal:≈ 1900
I.
1.
Grána kampar grœði á,
gjálpir hampa skörum,
titra glampar til og frá
tifur skvampa í fjörum.
2.
Ögra lœt mér Ægis-lið
upp úr sœti malar,
Ránar dætur dansa við
deigum fœti kjalar.
3.
Undir bliku beitum þá
bát og strikið tökum.
Stígum vikivakann á
völtum kviku-bökum.
4.
Gólf er liðugt, löng og stór
leikjarsvið hjá unni.
Spriklar, iðar allur sjór,
ystu mið að grunni.
5.
Utan sendar öldur sér
áfram henda og flýta,
vilja að lendi í lófa mér
löðurhendin hvíta.
6.
Byljir kátir kveðast á,
hvín i sátri og hjöllum.
Báruhlátrar hlakka frá
hamralátrum öllum.
II.
7.
Stormur þróast, reigir rá,
Rán um flóann eltir,
kólgum sjóarkletta á
köldum lófa veltir.
8.
Heim að vörum hleypum inn
hátt á skörum rasta.
Bára ör, á arminn þinn
önd og fjöri ég kasta.
9.
Skipið stansar, skýst á hlið
skeið til landsins horfna.
Bárur glansa og glotta við,
glatt er á dansi norna.
10.
Mastrið syngur sveigt í keng,
seglið kringum hljómar,
raddir þvinga úr stagi og streng
stormsins fingurgómar.
11.
Léttum gang um grœði svíf
gleymi angri mínu,
þegar hangi um hel og líf
haf, í fangi þínu.
12.
Leggðu barminn alvot að,
aftanbjarma gljáa.
Strjúktu harm úr hjartastað,
hrönn in armabláa.