Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Gunnar og Brynja | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gunnar og Brynja

Fyrsta ljóðlína:Dóttur átti sér bóndi blíða
Bragarháttur:Breiðhent – stafhent
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2000
Flokkur:Þjóðkvæði

Skýringar

Kvæðið er lauslega þýtt úr Svisa antologio sem út kom í Búdapest 1939. Ljóðið er þjóðkvæði úr þýskumælandi hluta Sviss. Herbert Hammer sneri kvæðinu á Esperanto.
1.
Dóttur átti sér bóndi blíða,
Brynja var hennar nafnið fríða.
Tvær geislafléttur glóðu um enni
svo Gunnar strax fékk ást á henni.
2.
Við föður hennar fljótt hann sagði:
„Ég fá vil Brynju á augabragði.“
„Víst Brynja er ennþá ungur svanni
sem ekki strax skal gefast manni.“
3.
Þá út snýr Gunnar undra skjótur,
og inn til borgar skundar fljótur,
svo þar um stræti hann sér hraðar,
hjá húsi kapteins nemur staðar.
4.
„Á vígaslóð ég hyggst að herja
og heiður föðurlandsins verja.“
Þá kapteinn mála Gunnars greiðir
og glaður fljótt af höndum reiðir.
5.
Svo heim til bæjar Gunnar gengur
og greitt við Brynju mælir drengur:
„Mín elsku hjartans ástin fríða,
fyr ættland vort nú skal ég stríða.“
6.
Þá Brynja grætur beiskum tárum
því brjóstið níst er harmi sárum.
„Hvort megnar það ei hjartað hugga,
ég heim skal snúa úr stríðsins skugga?
7.
Og ef ég verð þar ári lengur
þér ætla að skrifa hvernig gengur.
Þú best færð séð í bréfi fínu
hvar býrð þú ein í hjarta mínu.
8.
Ef sér í pappír bláloft breyttu
þar bjartar stjörnur skriftir þreyttu
með ótal höndum allt það besta –
mín ást til þín er samt það mesta.“