Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Fall Senakeribs | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fall Senakeribs

Fyrsta ljóðlína:Sonur Assúrs kom austan sem brennandi bál
bls.875–876
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) aabb
Viðm.ártal:≈ 1875

Skýringar

Kvæðið var fyrst prentað í Víkverja 25. október 1873. Nokkrar breytingar eru frá þeirri prentun í útgáfu Ljóðmæla 1936. Ljóðið er hér birt eftir prentun þess í Ljóðmælum en lesbrigða úr Víkverja getið neðanmáls.
1.
Sonur Assúrs kom austan sem brennandi bál,
og þar blikuðu gullhjálmar, purpuri og stál,
Og á glymbrodda stirndi sem straumöldu-flet,
þegar stjörnurnar leiftra við Genezareth.
2.
Eins og laufin á vorin *um gróandi grund,
var hinn gunn-sterki herinn um sólarlagsstund.
Eins og laufin á haustin um hélaðan völl,
lágu heiðingjar dauðir, er sól skein á fjöll,
3.
því að fárengill Guðs kom þá *niðdimmu nótt,
og blés náþyt í andlit á sofandi drótt;
á hvert *andlit féll hræleiftur, helkalt og stirt,
og hvert hjarta tók viðbragð, og stóð síðan kyrt.
4.
Og með *háflenntar nasir lá helstirður jór
* út af hræköldum vitum rann náfroðu-sjór;
*líkt og hruninnar brimöldu hrámjöll í vör,
nú var hreystin í brott og hið stormóða fjör.
5.
Þar lá riddarinn örendur, rammur og blár,
meður rykslegna gunnhlíf og helsveittar brár;
þar *stóð merki hvert mannlaust og herbúð hver hljóð,
og þar *heyrðust ei lúðrar né vígsöngvaljóð.
6.
Og hátt *gráta ekkjur í assúrskum lund;
sjáið ölturu Baals, *er liggja við grund;
Sjáið ofmetnað heiðingjans hniginn úr stól
fyrir hátign vorg Guðs, eins og mjöll fyrir sól.


Athugagreinar

Lesbrigði:
2.
1. um] á Víkv.
3.
1. niðdimmu] neyðdimmu Víkv.
3.
3. andlit] auga Víkv.
4.
1. háflenntar] háttsperrtar Víkv.
4.
2. út af hræköldum vitum] um hinn hrægrimma vanga Víkv.
4.
3. líkt] eins Víkv.
5.
3. stóð merki hvert mannlaust] lá mannlaust hvert merki Víkv.
5.
4. heyrðust lúðrar né vígsöngvaljóð] heyrðist ei gnýr eða básúnuljóð Víkv.
6.
1. gráta ekkjur] grætur ekkjan Víkv.
6.
2. þau] er Víkv.