Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Við hafið | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Við hafið

Fyrsta ljóðlína:Við hafið eg sat fram á sævarbergs stall
bls.128–129
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) aBaB
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1874

Skýringar

Prentað í Andvara, 1. árg. 1874, bls. 168–169.
1.
Við hafið eg sat fram á sævarbergs stall
>og sá út í drungann,
þar brimaldan stríða við ströndina svall
>og stundi svo þungan.
2.
Og dimmur var ægir og dökk undir él
>var dynhamraborgin,
og þá skall á náttmyrkrið þögult sem hel
>og þungt eins og sorgin.
3 „Þú, haf! sem ber tímans og harmanna farg,
>þú hugraun mér vekur,
í hjarta mér innst, þá þú brýst um við bjarg,
>það bergmála tekur“.
4.
„Þinn niður er hryggur, þinn hljómur er sár,
>þú hrellir svo muna,
sem brimdropinn hver væri beiskasta tár,
>hvert báruhljóð stuna“.
5.
„Af aðsigi tára fá augu mín kvöl
>með ekkanum stranga,
hér vildi eg gráta sem barn allt mitt böl
>við brimniðinn langa“.
6.
En dimmraddað hafið þá knúðist að klett,
>það klökk er ei stundin,
í hríðfelldum boðum, sem þeystust að þétt,
>það þrumandi drundi.
7.
„Þú, maður hinn veiki! Það magn, sem eg hlaut
>ei mæðist af kvíða.
Hvað stoðar að tárast? Í þungri ber þraut
>að þola og stríða“.